Fara í efni

Tölvuleikjagerð - Námskeið fyrir ungt fólk - Fullbókað

Fullbókað er á námskeiðið

Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 13 - 16 ára sem hafa áhuga á tölvuleikjagerð, forritun, hönnun, skapandi hugsun og rafíþróttum. Athugið að fullbókað er á námskeiðið.

Á námskeiðinu verður farið verður yfir grunninn í tölvuleikjagerð, ásamt heimsóknum í leikjagerðarfyrirtæki og kynningu á rafíþróttum. Lögð verður áhersla er á skapandi teymisvinnu

Um er að ræða skemmtilegt og nýstárlegt námskeið, þar sem þátttakendur auka þekkingu sína á gerð tölvuleikja og því ferli sem liggur að baki þróun og hönnun þeirra. Þá fá þátttakendur tækifæri til að prófa sig áfram á þeim vettvangi með afmörkuðum skapandi verkefnum. Markmiðið er að efla víðsýni þátttakenda og sýna ungu fólki hvernig tölvuleikjanotkun getur farið fram á eflandi og uppbyggjandi þátt.

Athygli skal vakin á því að námskeiðið höfðar jafn vel til stúlkna sem drengja.

Námskeiðið fer fram í nýrri námsaðstöðu Menntaskólans á Ásbrú í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Auk þess verður farið í vettvangsferðir til leikjagerðarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt verður að því að ljúka námskeiðinu með rafíþróttamóti.

Þess ber að geta að námskeiðið veitir engin réttindi, en allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið námskeiðinu þar sem fram kemur ítarleg lýsing á innihaldi þess. Þá geta nemendur nýtt námskeiðið til að byggja á þeim grunni sem þau vinna að á námskeiðinu.


 Námskeiðið í hnotskkurn

  • Lengd: 5 virkir dagar.
  • Dagsetning: 12. - 16. ágúst.
  • Tímasetning: Kl. 10 - 15 alla daga
  • Aldur: Námskeiðið er fyrir 13 - 16 ára ungmenni.
  • Staðsetning: Námskeiðið fer fram í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ, auk þess sem vettvangsferðir verða farnar út fyrir svæðið.
  • Tungumál: Kennt verður á íslensku
  • Ferðir: Keilir mun sjá um allan sérhæfðan búnað svo sem tölvur sem og vettvangsferðir. 
  • Tengiliður: Nanna Kristjana Traustadóttir (nanna@keilir.net), skólameistari Menntaskólans á Ásbrú.

Kennarar og leiðbeinendur 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru kennarar í Menntaskólanum á Ásbrú og menntaðir í tölvuleikjagerð. Þau eru bæði með bakgrunn og reynslu frá Skema og Margmiðlunarskólanum.

  • Darri Arnarson er með BA gráðu í leikjagerð- og upplifunasrtækni frá NORD háskólanum í Noregi. Hann hefur áður kennt tölvuleikjagerðaráfanga í Verkmenntaskólanum á Akureyri og verið aðstoðarkennari hjá NORD háskólanum.
  • Ingibjörg Guðmundsdóttir er margmiðlunarfræðingur frá Margmiðlunarskólanum og hefur kennt margmiðlun, hönnun og grafík hjá bæði Skema og Margmiðlunarskólanum.

Byggir á námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð

Námskeiðið byggir á nýju námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð sem hefst í Menntaskólanum á Ásbrú haustið 2019. 

Tölvuleikjageirinn er gríðarlega stór og það er mikil þörf í framtíðinni eftir fólki sem geti unnið við tölvuleikjagerð. Það er meira á bak við tölvuleikinn en marga grunar. Þegar að tölvuleikur er búinn til þá er í raun og veru verið að búa til nýjan heim. Þá erum við að tala um sögu, leikgerð, persónur, jafnvel gríðarlega mikil vinna á bak við hverja persónu, við erum að tala um ýmis konar tölvuúrvinnslu, ekki bara forritun en að sjálfsögðu líka forritun.

Skólinn byggir á hagnýtum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið okkar er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.