Fara í efni

Menntaskólinn á Ásbrú settur í annað sinn

Nanna Kristjana Traustadóttir flytur ávarp skólameistara á annarri skólasetningu Menntaskólans á Ásb…
Nanna Kristjana Traustadóttir flytur ávarp skólameistara á annarri skólasetningu Menntaskólans á Ásbrú.

Annað skólaár Menntaskólans á Ásbrú var sett við athöfn í aðalbyggingu Keilis í dag, 17. ágúst 2020. Þar var tekið á móti 28 nýnemum sem bætast við nemendahóp skólans. Athöfnin var löguð að þeim raunveruleika sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur mótað okkur undanfarið ár. Því var ekki fært að bjóða foreldrum/forráðamönnum og öðru starfsfólki í ljósi tilskipana um að viðhalda eins meters bili og takmarka fjölda við 100 manns.

"Við búum við breyttan veruleika – mér leiðist að bera þessi þungu skilaboð, en ég vil heldur eiga við ykkur heiðarlegt samtal en að láta eins og þessar vandasömu leikreglur sem við þurfum að fylgja hér í húsi ljúki á næstu vikum. Sannleikurinn er sá að við vitum ekki hvenær eða hvort við snúum aftur til nákvæmlega sama veruleika og við þekktum áður. Í fyrsta skipti á ævi flestra þeirra sem standa hér inni eru ráðamenn og yfirvöld í stöðugri óvissu og stöðugt að senda uppfærð fyrirmæli. Það getur verið óþægilegt fyrir samfélagsþegna. Við sem kunnum vel við rútínu og fyrirsjáanleika líður verr í svoleiðis aðstæðum.Það erokkar sjálfra að taka ábyrgð á því að setja á þennan veruleika jákvætt spin - og finna gleðina." sagði Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari MÁ í setningarávarpi sínu. Þar sem hún lagði hún áherslu á bjartar horfur tölvuleikja- og hugverkaiðnaðar í núverandi árferði, hversu jákvætt það væri að geta yfir höfuð stundað námið úr sófanum í heimastofunni en ekki bara heima í stofunni og mikilvægi þess að hugsa út fyrir rammann og finna leiðir til þess að viðhalda og efla félagslíf innan hópsins úr viðeigandi fjarlægð.

Lauk hún ræðu sinni á orðunum "Skiljið úreltar gamaldags hugmyndir um kennslu og nám eftir við innganginn. Búist við því að ferli ykkar í gegnum námið í MÁ verði áskorun, styðjið hvert annað og gerið ykkar allra besta, alltaf.".

Ávarpið má finna í heild sinni hér