Fara í efni

Quantitative evaluation of fat from the sewage system

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson

Föstudaginn 17. maí, kl. 9:30, flytur Þorvaldur Tolli Ásgeirsson kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis, sem ber heitið "Quantitative evaluation of fat from the sewage system of two towns in Iceland."

Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Keilis stofu A1 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ kl. 9:30.

Ágrip

Fita og olíur af dýrum og plöntum hefur verið notuð til þessa að framleiða lífdísel í langan tíma og hefur t.d. verið nýttur sem eldsneyti á bílvélar frá því um aldamótin 1900. Lífdísel er ekki sóttur úr iðrum jarðar eins og hefðbundnir kolefnis eldsneytisgjafar og getur því verið verðmætur og heppilegur orkugjafi, t.d. fyrir svæði sem hafa ekki yfir að ráða olíu úr jörðu.

Markmið verkefnisins var að mæla magn fitu í fráveitukerfum tveggja bæjarfélaga á Íslandi. Tekin voru skólpsýni frá Vestmanneyjum og Hraunavík í Hafnarfirði, þau greind á efnafræðistofu, og magn fitu áætlað. Hraunavík var valin vegna nálægðar við skólann á Ásbrú og Vestmannaeyjar vegna hás hlutfalls skólps frá fiskvinnslustöðvum. Notast var við aðferð sem nefnist vökva-vökva útdráttur með lífrænum leysiefnum, sem er þekkt aðferð til að skilja fitu frá vatni,

Rannsóknin leiddi í ljós að mikið magn fitu rennur óhindrað út í sjó. Niðurstöður benda m.a. til þess að fituskiljan í Hraunavík í Hafnarfirði gæti skilað betri nýtingu. Endurskipulagning fráveitukerfis Vestmannaeyja stóð yfir þegar verkefnið var unnið, en gögn tengd verkefninu gefa til kynna að ný fitugildra í einni af fiskverkunum geti skilað góðum árangri. Rannsóknin gefur einnig til kynna að fráveitukerfi Íslands innihaldi heilmikið magn af fitu og olíum, sem renna að stærstum hluta ónotað í sjóinn, en mætti nýta til eldsneytisframleiðslu.

Um höfund

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson er fæddur 30. nóvember 1971 í Reykjavík. Stuttu eftir grunnskóla gerðist hann sjómaður í Vestmannaeyjum. Hann var á Guðrúnu VE122 í 6 ár og flutti sig síðan yfir til Ísfélag Vestmanneyja á Sigurð VE15 og var þar 12 ár. Árið 2006 hóf Þorvaldur störf á Frár VE75, en slasaðist við störf sín í ágúst sama ár.

Þorvaldur fór í Hringsjá, náms og starfs endurmenntun, árið 2008 og hóf í framhaldinu nám hjá Keili, fyrst í Háskólabrú og síðan í orkutæknifræði. Þorvaldur mun hefja mastersnám í olíuverkfræði við DTU (Danmarks Tekniske Universitet) í haust.