Fara í efni

Lokainnritun fyrir nám í MÁ á haustönn er 10. júní

Nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú hefst í ágúst. Lokainnritun nemenda 10. bekkja í framhaldsskóla landsins fer fram 6. maí - 10. júní og innritun eldri nemenda á tímabilinu 6. apríl - 31. maí.

Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má nálgast hér.

Ný nálgun í kennslu og námsuhverfi
 
Keilir bauð fyrst upp á nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum á Ásbrú árið 2019 en þá hófu yfir fjörtíu nemendur nám við skólann. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi byggir á kjarna- og valfögum sem einskorðast ekki við forritun heldur taka á öllum fjölbreyttum þáttum sem til grundvallar eru fyrir skapandi starf leikjagerðarfólks, s.s.  hönnun, tónlist, hljóðupptökur, verkefnastjórnun og heimspeki o.fl. Þá er starfsnám og verkefna- og hópavinna mikilvægur hluti námsins.
 
Skólinn leggur áherslu á vendinám sem hefur verið stór hluti af starfi Keilis á undanförnum árum. Í náminu eru því hvorki hefðbundnar kennslustofur né hefðbundin stundatafla heldur sinna nemendur námi sínu og verkefnum í skólanum þar sem kennarar eru til staðar og leiðbeina þeim. Lögð er áhersla á nýstárlega nálgun í kennsluaðferðum og við námsmat. Til dæmis byrjar skólinn seinna á daginn en aðrir framhaldsskólar og nemendur nýta snjalltæki í stað skólabóka. Þá eru hefðbundin próf afnumin úr MÁ en þess í stað stuðst verður í staðinn við meðal annars símat, nemendaverkefni og jafningjamat.
 
Nánari upplýsingar um námið
 
Upplýsingar um námið og námsgreinar má nálgast á vefsíðu aðalnámskráa fyrir framhaldsskóla landsins. Nánari upplýsingar um námið er hægt að nálgast á heimasíðu Menntaskólans á Ásbrú