Fara í efni

Nýstárlegt námsrými í Menntaskólanum á Ásbrú

Lögð verður áhersla á að allir nemendur geti fundið sér námsumhverfi sem er bæði þægilegt og skapand…
Lögð verður áhersla á að allir nemendur geti fundið sér námsumhverfi sem er bæði þægilegt og skapandi
Þessa dagana er unnið að því að klára aðstöðu nemenda og námsrými skólans sem verður staðsett í þeim hluta aðalbyggingar Keilis sem áður hýsti tæknifræðinám Háskóla Íslands.
 
Keilir hefur verið í samstarfi við IKEA með hugmyndir að skipulagi stofunnar og með húsgögn sem henta slíku námsrými. Útkoman verður ein nýstárlegasta og skemmtilegasta skólastofa landsins.
 
Markmiðið verður að skapa vinnuaðstöðu í sérklassa sem verður sérstaklega hannað með það að leiðarljósi að vera nútímalegt fjölbreytt og aðlaðandi starfsumhverfi þar sem nemendum líður vel og langar til þess að sinna vinnu sinni.??
 
Nútímalegt og sveigjanlegt staðnám
 
Markmiðið með því að endurhugsa skólastofuna er að hanna og setja upp fjölbreytt og sveigjanlegt rými sem hentar mismunandi kröfum og þörfum nútíma nemenda. Rýmið verður í anda þeirrar nýbreytni í kennsluaðferðum sem hefur einkennt skólastarf Keilis á undanförnum árum, svo sem sveigjanlega kennsluhætti, vendinám, þverfagleg vinna og verkefnamiðað vinnulag. Þá verða engin lokapróf í Menntaskólanum á Ásbrú heldur verður lögð áherslu á fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt.