Fara í efni

Nemendafélagið NFMÁ

Nemendafélag Menntaskólans á Ásbrú (NFMÁ) var stofnað í september 2019. NFMÁ byrjaði strax í upphafi haustsins að halda viðburði í 88 húsinu í Reykjanesbæ og í nóvember hélt félagið sinn fyrsta viðburð í húsakynnum Menntaskólans á Ásbrú.

Fyrsti viðburðurinn innanhúss var sólarhrings LAN mót. Störf nemendafélagsins eru í mótunarferli og mun eflast með hverju árinu sem er framundan. Haustið 2020 tekur NFMÁ í notkun nýuppgert rými fyrir starfsemi sína.