Fara í efni

Nemakort Strætó

Í haust tók Strætó í gagnið nýtt greiðslukerfi á nemakortum fyrir landsbyggðina og kaupa nemendur þau nú í gegnum vefverslun þeirra á www.straeto.is/is/verslun undir liðnum Nemakort.

Við Kaup á nemakorti slær nemandi inn kennitölu sína sem gefur söluaðila upplýsingar hvort viðkomandi sé á skrá í framhalds- eða háskóla og eigi þannig rétt á að kaupa nemakort. Til þess að kennitala nemanda sé sýnileg í sölukerfinu þarf nemandi að vera búinn að gefa leyfi til þess á Innu. Til að gera það er farið í „Stillingar“ og valið „Deila upplýsingum“ og þá er nemandi búinn að gefa Strætó leyfi til að sækja þessar upplýsingar.