Fara í efni

Menntaskólinn á Ásbrú keppir á FRÍS í annað sinn

Í dag, fimmtudaginn 13. janúar, hefjast leikar í FRÍS (Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands) og eru þeir nú haldnir í annað sinn. Menntaskólinn á Ásbrú tekur að sjálfsögðu þátt eftir frábæran árangur í fyrra.

Keppt er í þremur leikjum; CS:GO (Counter-Strike: Global Offensive), Rocket League og FIFA 22, og keppir MÁ í öllum leikjum. Í fyrra var MÁ í þriðja sæti í CS:GO og í fjórða sæti í Rocket League en sökum þess að hafa ekki sent inn keppnislið í FIFA var MÁ ekki með í þríþrautinni.

Það breytist nú í ár þegar við komum sterk inn, fullmönnuð í öllum leikjum. Brimar Jörvi, varaformaður Örgjörvans (nemendafélags MÁ) sér um að streyma flestum leikjum á Twitch nemendafélagsins og FIFA liðið streymir á Instagram nemendafélagsins.

Fyrst fer fram deildarkeppni í hverjum og einum leik sem spiluð er yfir þrjár vikur og eru tveir fastir leikdagar í viku. Eftir deildarkeppnina er síðan keppt um úrslit í hverjum leik fyrir sig. Að því loknu er þríþraut milli efstu skólana sem enda með flest stig samtals frá öllum keppnum.

Úrslitakeppnin verður sýnd á Stöð2 esport og byrjar fyrsta útsending fimmtudaginn 17. febrúar og verða þær sjö talsins, alltaf á fimmtudögum.

Lið Menntaskólans á Ásbrú er skipað eftirfarandi fulltrúum:

CS:GO:

Aðallið: Róbert Sindri Stefánsson, Adrian Roszkowski, Ernest Petryszyn, Stefán Arnarsson, Adrían Ioan Marincas.

Varamenn: Bragi Strand, Gabriel Goði Ingason, Alexander Vilmar Jónsson,

 

Rocket League:

Aðallið: Bjarni Þór Hólmsteinsson, Jón Ingi Birgisson, Þórður Andri Kristjánsson.

Varamenn: Brimar Jörvi Guðmundsson, Sunna Líf Hugrúnardóttir

 

Fifa:

Aðallið: Aðalbjörn Ægir Þrastarson, Darel Jens Edselsson

Varamenn: Hallgrímur Elís Kristjánsson, Hrefna Líf Björnsdóttir

 

Við óskum liði MÁ alls hins besta og fylgjumst spennt með framgangi keppninnar.