Fara í efni

MÁ í Gettu betur í fyrsta skipti

Lið MÁ eru Styrmir Þór Wíum Sveinsson, Snævar Ingi Sveinsson og Bragi Strand. Liðsstjóri hópsins er Stefán Foelsche Arnarsson.Einn liðsmaðurinn Eyrún Inga Einarsdóttir var búin að undirbúa sig fyrir keppni en forfallaðist vegna sóttkvíar og hljóp Bragi Strand í skarðið fyrir hana á síðustu stundu.

Liðið okkar keppti í fyrstu umferð við Fjölbrautaskólann í Ármúla í beinu streymi frá Ruv þriðjudaginn 11.janúar og stóðu þau sig eins og hetjur. Fjölbrautaskólinn við Ármúla sigrað með 21 stigi gegn 16 stigum okkar liðs. MÁ er stigahæsta tapliðið eins og staðan er núna og gæti komast áfram þar sem tvö stigahæstu tapliðin komast í aðra umferð áfram sigurliðum fyrstu umferðar.

Fyrstu umferðinni lýkur nk. fimmtudagskvöld. Hægt verður að fylgjast með öllum viðureignum í streymi á RÚV.is. Þann 4. febrúar hefjast svo sjónvarpsútsendingar frá Gettu betur og sjálf úrslitaviðureignin fer fram 18. mars.