Fara í efni

MÁ á Vörumessu Ungra frumkvöðla 2023

Nemendur úr MÁ tóku þátt í Vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralindinni síðast liðna helgi. Samtals voru 160 fyrirtæki og yfir 700 nemendur sem kynntu viðskiptahugmyndir sínar. Fimm fyrirtæki sem kynnt voru komu frá nemendum úr MÁ. „Við erum ótrúlega stolt af okkar fólki og þeirra hugmyndum“ segir Anna Albertsdóttir, kennari í frumkvöðlafræði. En hún hefur haft veg og vanda að kennslu í frumkvöðlafræði frá stofnun MÁ 2019.

Hér má sjá þau fyrirtæki nemenda í frumkvöðlafræði sem tóku þátt:
GymbosRPG - Líkamsræktar forrit sem leggur áherslu á að ná tölvuleikjaspilurum til að komast í ræktina.
Rags To Riches - Hannar hettupeysur
Rebbi - Prótein stangir með bættu D vítamíni
Starfish Games - Fyrirtæki sem framleiddi tölvuleikinn Big Rat.
Survival Guide - Framleiddi kápu sem hjálpar fólki í náttúrunni.