Fara í efni

Efnavinnsluþyrping í Helguvík

Helguvík
Helguvík
Föstudaginn 31. maí, kl. 13:00, flytur Albert Þórir Sigurðsson kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis sem ber heitið "Cemiclal cluster in Helguvík".

Föstudaginn 31. maí, kl. 13:00, flytur Albert Þórir Sigurðsson kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis sem ber heitið "Cemiclal cluster in Helguvík". Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Keilis stofu A1 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ.

Efnavinnslu þyrpingar eru þekktar víðsvegar um heim en þær nýta afurðir og úrgang hver frá annarri og auka því nýtni á aukaafurðum sem annað hvort eru fluttar langar vegalendir og seldar eða þeim er fargað. Það dregur einnig úr kostnaði fyrir fyrirtækin. Tilgangurinn með þessu verkefni var að skoða hvernig sjö framleiðsluferli (ál, bíódísel, glýkol, metanól, brennsla á heimilisúrgangi, kísilmálmur og natríum klórat) vinna saman í efnavinnslu þyrpingu og hvernig þau deila afurðunum og auka afurðunum á milli sín. Efnajafnvægi einstakra framleiðsluferla er grunnur að áætlun um hráefnisþörf og aukaafurðir.  Megin ályktunin er sú að framleiðsluferlin vinna öll saman. Í sumum tilfellum er til nægilegt magn aukaafurða til að bæta við öðrum framleiðslugreinum sem hluta þyrpingarinnar. Það gangstæða er einnig til staðar í sumum tilfellum. Ekki nægilegt efni til staðar sem aukaafurðir (úrgangur) til að uppfylla þarfir framleiðsluferla.

Um höfundinn

Albert Þórir Sigurðsson fæddist þann 30. Júní 1990 á Höfn í Hornafirði, þar bjó hann til 17 ára aldurs þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Borgarholtsskóla vorið 2010. Haustið 2010 hóf hann nám við Keili í orku- og umhverfistæknifræði, þaðan sem hann útskrifast í sumar. Albert stefnir á framhaldsnám í Bandaríkjunum í árið 2014.