Fara í efni

Lausar stöður kennara við Menntaskólann á Ásbrú

Viltu vera hluti af teyminu okkar næsta haust?
Viltu vera hluti af teyminu okkar næsta haust?

Við Menntaskólann á Ásbrú er starfrækt eina stúdentsbraut landsins með sérhæfingu í tölvuleikjagerð. Við námsbrautina er mikil áhersla á nútímaleg vinnubrögð kennara og nemenda í hvívetna, með tilheyrandi samstarfi við fyrirtæki í hugverkaiðnaði. Námsbrautin er breiður grunnur til framhaldsnáms á háskólastigi með færni til framtíðar að leiðarljósi.

Kennara vantar í eftirfarandi kennslugreinar fyrir skólaveturinn 2020-2021:

  • Tölvuleikjagerð
  • Danska
  • Stærðfræði
  • Heimspeki
  • Eðlisfræði
  • Forritun
  • Margmiðlun
  • Enska
  • Listasaga
  • Spænska

Gerð er krafa um háskólamenntun í kennslugreininni og jafnframt fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi í viðkomandi grein. Við hvetjum jafnt konur sem karla til þess að sækja um. Skólameistari veitir nánari upplýsingar á nanna@keilir.net.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020.

Fullum trúnaði heitið.

Umsókn um starf