Fara í efni

Takmörkun útfellingu jarðhitavökva

Sáldurrör eru notuð til að takmarka útfellingu
Sáldurrör eru notuð til að takmarka útfellingu
Föstudaginn 7. júní, kl. 11:00, flytur Davíð Freyr Jónsson kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis ber heitið ?Sáldurrör sem takmarkar útfellingu jarðhitavökva?.

Föstudaginn 7. júní kl. 11:00, flytur Davíð Freyr Jónsson kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis. Verkefnið ber heitið: „Sáldurrör sem takmarkar útfellingu jarðhitavökva. Notkun blæðingar (grenjandi grenndarlags) sem smurlags“.

Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Keilis stofu A1 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ.

Verkefnið

Lokaverkefnið er tilraun sem unnin er í samstarfi við H.S Orku. Verkefnið snýst um að hanna sáldurrör (gatarör) sem sett er inn í jarðvarmarör á vandamálastöðum þ.e. þeim stöðum í jarðvarmavirkjunum sem mikil útfelling, ýmissa járn og steinefna (eða steinda) svo sem Kísl (SiO2), Sink (Zn), járn (Fe) og Eir (Cu), á sér stað og minnkar eða eyðir henni alveg. Þessi útfelling efna byggir upp skán eða lög innan í rörunum sem getur leitt til minni afkasta eða jafnvel lokast alveg þannig að ekki er hægt að nýta holuna. Ætlunin er að ná fram svokallaðri blæðingu í gegnum gatarörin eða það má kalla það grenjandi grenndarlag sem virkar eins og smurlag á milli jarðvarmavökvans og gatarörsins og kemur þar af leiðandi í veg fyrir að útfelling nái að festast við veggi rörsins.

Um höfundinn

Davíð Freyr Jónsson fæddur 21. september 1978 í Vestmannaeyjum. Davíð er einstæður faðir, á dreng fæddan árið 2000. Davíð kláraði 3 ár í Fjölbrautaskóla Breiðholts á tölvubraut. Hann vann á dekkjaverkstæði Bæjardekks árin 2000 til 2006. Þegar fyrirtækið er selt 2006 var Davíð settur sölustjóri og sá um rekstur dekkjaverkstæðis N1 á Langatanga í tvö ár. Davíð Hóf nám við Háskólabrú Keilis 2009 á verk og raungreinadeild og þaðan lá leiðin í Orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili, þaðan sem hann mun útskrifast nú í vor.