Fara í efni

Koffín og kynhormónar í fráveituvatni

Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir
Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir
Föstudaginn 17. maí kl. 11:00 flytur Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis, sem ber heitið: "Koffín og kynhormónar í fráveituvatni. Mæling í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum".

Föstudaginn 17. maí kl. 11:00 flytur Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis, sem ber heitið: "Koffín og kynhormónar í fráveituvatni. Mæling í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum".

Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Keilis stofu A1 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ.

Ágrip

Koffín afurðir, eins og kaffi, hafa verið á boðstólnum á Íslandi frá því um miðja 18 öld. Á undförnum áratugum hefur hins vegar neysla koffíns á Íslandi stóraukist. Lítið er til af rannsóknum um koffínmagn sem rennur til sjávar í gegnum fráveitukerfi, þó vitað sé að það geti haft skaðleg skammtímaáhrif á lífríki.

Notkun hormóna hefur farið vaxandi í öllum heiminum, en notkun þeirra er þó bönnuð á Íslandi nema í lækningaskyni. Lítið er vitað um umhverfisáhrif hormóna, en þó benda rannsóknir til þess að þeir geti haft skaðleg áhrif til langs tíma.

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort koffín eða hormón væru að finna í fráveitukerfum Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar.

Rannsóknarvinnan hófst með gagnaöflun, þar á eftir voru sýnin hreinsuð áður en unnið var úr þeim. Sýnum var skipt í tvennt; annars vegar til að greina hormón og hinsvegar koffín. Notast var við fastfasasúluskiljun og vökva-vökva útdrátt sem eru vel þekktar aðferðir og síðan HPLC greinir til magngreiningar.

Rannsóknin leiddi í ljós að töluvert magn að koffíni var að finna í skólpstöðinni Hraunavík í Hafnarfriði. Koffín fannst einnig í sýnunum frá Vestmannaeyjum en ekki reyndist unnt að áætla magn þess. Hormón sem fundnust reyndust ekki af þeirri gerð sem notuð eru á Íslandi. Ekki reyndist þó unnt að greina nánar gerð hormónanna með þeim takmörkuðu samanburðargögnum sem tiltæk voru, en mætti gera með nákvæmari samanburðargögnum.

Um höfund

Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir fór í Rafiðnaðarskólann árið 2001-2002 og lauk þaðan tölvufræðinámi. Árið 2005 hóf hún nám í bifvélavirkjun við Borgarholtsskóla og lauk því námi árið 2007 með sveinsbréfi. Frá hausti 2004 fram á mitt ár 2008 vann Ásdís hjá Ræsi Hf og síðan eitt ár hjá  B&L. Frá 2009 til 2010 stundaði hún nám við Háskólabrú Keilis og fór í beinu framhaldi í nám í orkutæknifræði við Tæknifræðinám Keilis, þaðan sem hún mun útskrifast vorið 2013.