Fara í efni

Kennari í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú

Menntaskólinn á Ásbrú óskar eftir að ráða kennara í tölvuleikjagerð í 50% starfshlutfall fyrir vorönn 2022.

Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) er einn af fjórum skólum Keilis og var hann stofnaður árið 2019 í kringum stofnun stúdentsbrautar með áherslu á tölvuleikjagerð. MÁ hefur frá árinu 2019 boðið nemendum að stunda nám á metnaðarfullri stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Námið byggir á hagnýtum verkefnum og sterkum tengslum við atvinnulífið. Við leggjum áherslu á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Námsframboð í MÁ er í stöðugri þróun, en í dag er þar einnig starfrækt fjarnámshlaðborð með stökum framhaldsskólaáföngum sem kenndir eru í fjarnámi.

Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og eru fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi mikill kostur.

Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur um starfið er til 17. desember 2021 og veitir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, nánari upplýsingar á nanna@keilir.net. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sótt er um hér.