Fara í efni

Jákvæð karlmennska í MÁ

Nemendur MÁ fengu góðan gest í heimsókn um daginn. Þorsteinn V. Einarsson kennari og kynjafræðingur hélt erindi um karlmennsku og jafnrétti.

Kjarninn í fyrirlestrinum var hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum. Áherslan var á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku.

Við þökkum Þorsteini kærlega fyrir komuna. Erindið var áhugavert og mynduðust góðar og gagnlegar umræður í nemendahópnum.