Fara í efni

Innritun á vorönn í Menntaskólann á Ásbrú

Menntaskólinn á Ásbrú mun taka inn nemendur á vorönn 2021 og opnar innritun þann 1. nóvember og lýkur 30. nóvember. Sótt er um námið á vefsíðunni Menntagátt.

Menntaskólinn á Ásbrú býður upp á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og er það eina nám sinnar tegundar á landinu á framhaldsskólastigi. Námið byggir á hagnýtum verkefnum með sterkri tengingu við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa.

Markmið skólans með námi í tölvuleikjagerð er að svara bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.

Nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð veitir breiðan grunn til framhaldsnáms á háskólastigi, með færni til framtíðar að leiðarljósi og gefst nemendum kostur á að leggja sínar eigin áherslur með valgreinum. Öflugir námsráðgjafar eru nemendum jafnframt innan handar og leiðbeina þeim allan námsferilinn.

Kynnið ykkur nám í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs í nýjasta skóla landsins á www.menntaskolinn.is