Fara í efni

Hittið tölvuleikjafyrirtæki á starfrænu opnu húsi MÁ

Viktor Ingi sér um hljóðvinnslu og semur tónlistina í The Darken
Viktor Ingi sér um hljóðvinnslu og semur tónlistina í The Darken

Fulltrúar Myrkur Games verða með á stafrænu opnu húsi Menntaskólans á Ásbrú, miðvikudaginn 13. maí næstkomandi.

Þeir svara meðal annars spurningum um leikjagerð á Íslandi, hvernig starfsumhverfið er, hvað þarf til að búa til góðan tölvuleik, og margt fleira sem fólk vill fræðast um tölvuleikjagerð.

Myrkur Games er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki, stofnað árið 2016. Fyrirtækið vinnur að gerð leiksins The Darken sem er sögu­drif­inn æv­in­týra­leik­ur. Í dag vinna á annan tug starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins, en auk þeirra koma fjölmargir aðrir að starfseminni með hinum og þessum hætti. „Við erum til dæmis með leikara, rithöfund, bardagahreyfingahöfund, bardagameistara, þrjá starfsnema og tónlistar- og hljóðmann, en við komum úr öllum áttum, líklega þó flest úr HR og Margmiðlunarskólanum.“

Hægt verður að spjalla við Daða, handritshöfund og leikstjóra The Darken, og Viktor Inga, sem sér um hljóðvinnslu og semur tónlistina í The Darken.

Á opnu húsi geta þeir sem hafa áhuga á náminu kynnt sér inntökuskilyrði, starfs- og námsmöguleika að námi loknu, tölvuleikjagerð, kennsluháttum og námsfyrirkomulagi, tæknilegum atriðum og margt fleira. Þá gefst einnig tækifæri á að hitta nemendur sem hófu nám við skólann síðastliðið haust, heyra þeirra reynslu og kynnast nemendaverkefnum sem þau hafa unnið að á námstímanum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ MÆTA Á STAFRÆNT OPIÐ HÚS Í MÁ