Fara í efni

Orkugreind í byggingum

Tæknifræðinám Keilis býður upp á opinn hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 5. júní næstkomandi. Þar mun Hilmir Ingi Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ReMake fjalla um orkugreind í byggingum.

Tæknifræðinám Keilis býður upp á opinn hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 5. júní næstkomandi. Þar mun Hilmir Ingi Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ReMake fjalla um orkugreind í byggingum.

Fyrirtækið ReMake Electric framleiðir orkueftirlitskerfi sem hjálpar notendum að skilja notkun og álag raforku í gegnum rafmagnsöryggin. Með þessu móti er hægt að bæta greind og samskiptahæfni við núverandi rafmagnskerfi bygginga. Hilmir Ingi Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ReMake, er ungur rafvirki úr Njarðvík sem lærði og starfaði við rafvirkjun bæði á Íslandi og í Danmörku. Hilmir mun fjalla um sögu ReMake, framtíðarþróun í samskiptahæfni í orkukerfum, og mikilvægi þess að halda vel um orkumál í byggingum.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram 5. júní kl 12 - 13 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.