Fara í efni

Leiðbeiningar um notkun gríma

Leiðbeiningar um notkun einnota gríma
Leiðbeiningar um notkun einnota gríma

Í dag tók grímuskylda gildi við Menntaskólann á Ásbrú í kjölfar tilmæla Almannavarna og samráðs við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Þetta þýðir að grímur á að nota alls staðar í skólabyggingunni og í öllu skólastarfi. Nemendur geta fengið grímur afhentar við aðalinngang og við kennslustofur, eða mætt með sínar eigin grímur kjósi þeir það. 

Röng grímunotkun getur aukið á smithættu og veitt falskt öryggi, því er mikilvægt að allir kynni sér rétta notkun þeirra.

Á meðfylgjandi mynd er að finna leiðbeiningar um rétta notkun einnota gríma

Hér er að finna leiðbeiningar mennta og menningarmálaráðuneytisins um grímunotkun í framhaldsskólum og persónulegar sóttvarnir.