Fara í efni

Gestir frá Póllandi

Menntaskólinn á Ásbrú fékk til sín góða gesti í vikunni. Gestirnir eru staddir hér í Reykjanesbæ í tíu daga á vegum Erasmus verkefnis. Þeir fengu góðar mótttökur í Keili, lærðu heilmikið um landi og þjóð og eignuðust vini í Menntaskólanum á Ásbrú.

Ingigerður Sæmundsdóttir forstöðumaður MÁ segir að það sé ánægjulegt fyrir nemendur og starfsfólk í MÁ að taka á móti hressum nemendahóp sem vill gefa af sér ásamt því að kynnast landi og þjóð. Gestirnir bæði skipulögðu kynningar og tóku virkan þátt í námi fyrsta árs nema MÁ. Gestirnir kynntu Pólland, kenndu okkur pólsku og gáfu öllum smakk af því besta af pólsku sælgæti og súkkulaði.

Á þessum dögum lærðu allir eitthvað nýtt, bæði nemendur og kennarar. Mike, Geir, Helgi Rafn og Ingibjörg Lilja kennarar í MÁ tóku vel á móti pólsku gestunum og náðu að hrista hópana vel saman. Það sem stóð upp úr að mati nemenda var umræðan um fjölmenningu og hvernig hún birtist í mismunandi menningarheimum. Einnig var töluverð umræða um hvernig nám fer fram í Menntaskólanum á Ásbrú og skólanum þeirra. Gestunum fannst Menntaskólinn á Ásbrú frábær skóli og móttökurnar góðar og þökkuðu þau vel fyrir sig.