Fara í efni

Fræsispindlar á þjörkum

Jósep Freyr Gunnarsson
Jósep Freyr Gunnarsson
Miðvikudaginn 12. Júní kl. 9:30, flytur Jósep Freyr Gunnarsson kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis sem ber heitið ?Fræsispindill á þjark?.

Miðvikudaginn 12. Júní kl. 9:30, flytur Jósep Freyr Gunnarsson kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis sem ber heitið „Fræsispindill á þjark“. Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Keilis stofu A1 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ.

Verkefnið fólst í því að finna lausn á að nota þjark sem fræsivél. Hefðbundnar  tölvustýrðar iðnvélar, þekktar sem Computer numerical control (CNC), hafa sannað gildi sitt í iðnaði. Af þeim sökum var spennandi viðfangsefni að festa fræsispindil á iðnaðarþjark.

Megin markmið verkefnisins var að mannshöndin kæmi ekki að vinnslu þjarksins, eftir að stjórnandinn hefði úthlutað honum viðeigandi verkefni. Þurfti því þjarkurinn að geta stýrt hegðum spindilsins og skipt um fræsiverkfæri eftir þörfum. Markmið verkefnisins náðist; að stýra spindlinum í samræmi við hegðun þjarksins þó þurft hefði að breyta upphaflegri nálgun verkefnisins, vegna ófyrirséðra vandamála.

Um höfundinn

Jósep Freyr Gunnarsson er fæddur 14. Janúar 1977 á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað en ólst hann upp í rómuðu umhverfi Fáskrúðsfjarðar. Eftir menntaskóla flutti hann til Reykjavíkur og hóf sambúð með Kristjönu Sæmundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Frá árinu 2010 hefur Jósep stundað nám í mekatrónik tæknifræði við tæknifræðinám Keilis, þaðan sem hann mun útskrifast í vor.