Fara í efni

Fjarfundarbúnaður fyrir haustið

Haustmisseri 2020 hefst þann 17. ágúst næstkomandi með teymisdögum og undirbúningur fyrir starf haustsins því í fullum gangi bæði hjá starfsfólki Menntaskólans og nemendum. Nám á haustmisseri mun hefjast í staðnámi, en líkt og undanfarna mánuði munum við fylgjast grant með framvindu mála vegna COVID-19 faraldursins og munum við upplýsa nemendur og foreldra/forráðamenn ef nokkurra breytinga á skólahaldi er þörf.

Í ljósi þeirra óljósu aðstæðna sem skapast sökum COVID-19 er gott fyrir nemendur að vera undir það búnir að vinna meira í fjarnámi eða geta sinnt samskiptum við aðra á fjarfundum. Því ráðleggjum við þeim nemendum sem hafa hug á að taka þátt í fjarsamskiptum úr borðtölvu að notast við vefmyndavél sem er að lágmarki 1080 HD, en flestar fartölvur hafa þegar slíka vefmyndavél að bera. Þá er einnig gott að hafa heyrnatól með góðri tíðnisvörun (20 til 20.000 Hz) með áföstum míkrafón.

Frekari upplýsingar um hugbúnaðarkröfur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð má finna hér