Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í Menntaskólann á Ásbrú

Opið er fyrir umsóknir á vef Menntaskólans á Ábrú fyrir þá sem vilja hefja nám í október 2022 eða janúar 2023. Hægt er að hefja nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú fjórum sinnum á ári, þ.e. í ágúst, október, janúar og mars.

MÁ býður upp á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og er það eina nám sinnar tegundar á landinu á framhaldsskólastigi. Námið byggir á hagnýtum verkefnum með sterkri tengingu við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa.

Markmið skólans með námi í tölvuleikjagerð er að svara bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.

Nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð veitir breiðan grunn til framhaldsnáms á háskólastigi, með færni til framtíðar að leiðarljósi, og gefst nemendum kostur á að leggja sínar eigin áherslur með valgreinum. Öflugir námsráðgjafar eru nemendum jafnframt innan handar og leiðbeina þeim allan námsferilinn.

Nemendur sækja um á heimasíðu Keilis með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Haft er samband við alla umsækjendur og þeir boðaðir í samtal við fulltrúa Menntaskólans á Ásbrú. 

Til viðbótar við inntökuviðtalið er miðað við að umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði - eða hafi lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

SÆKJA UM