Fara í efni

MÁ í 8-liða úrslit FRÍS

MÁ komst áfram í úrslitakeppnina í FRÍS. Meðal þeirra átta skóla sem komust áfram var MÁ í fjórða sæti með alls 15 stig.


FRÍS stendur fyrir Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands og er mót fyrir framhaldsskóla þar sem keppt er í rafíþróttum. Keppt er í þremur leikjum: Counter Strike: Global Offensive (CS:GO), Valortant og Rocket League. Fjöldi sigra gegn öðrum skólum ræðst af árangri í fyrstu leikjunum og hefur liðið frá MÁ staðið sig frábærlega hingað til. Lokastig eru svo byggð á því hvar viðkomandi skóli fellur í 8-liða úrslitunum, þar sem MÁ hlaut fjórða sætið. Núna hefst keppnin á milli þeirra átta skóla sem komust áfram í úrslit.


Ernest Petryszyn er einn af nemendum MÁ sem keppir í ár. Hann er tengiliður og keppandi í tölvuleikjum CS:GO og Valorant og jafnframt leiðtogi liðsins. „Persónulega finnst mér FRÍS vera frábær leið til að kynnast nýjum einstaklingum úr skólanum og mér finnst það mjög frábær hugmynd að keppa við aðra skóla aðallega vegna þess að rafíþróttir eru þokkalega stór hlutur hér á Íslandi,” segir Ernest um Frís. Hann keppti á síðasta ári fyrir hönd MÁ á fyrsta árinu sínu með glæsilegum árangri og segist hafa fundist mjög áhugavert og skemmtilegt að taka þátt.
Fyrsta útsending FRÍS verður miðvikudaginn 1. mars og verða þær sjö talsins, alltaf á miðvikudögum. MÁ keppir næst á móti FG þann 15. mars og hvetjum við ykkur öll til að fylgjast með á miðvikudögum milli kl 19:00 - 22:30 á Stöð 2 eSport eða Twitch rás RÍSÍ (rafithrottir).


Eftirfarandi eru nemendur og gælunöfnin í svigum sem keppa í hverjum leik:

Valorant:
Ernest (Erniu)
Þorsteinn (LeKadder)
Wiktor (Zyolid)
Sölvi (rFoxe)
Sindri (Cupcake)
Júlía (Eulia)
Axel (Panini)

CS:GO:
Ernest (Erniu)
Þorsteinn (LeKadder)
Wiktor (Zyolid)
Adrían (Addi_Pabbi)
Igor (IgorPXD)
Reginn (Gosi)

Rocket League:
Adrían (Addi_Pabbi)
Júlíus (r35)
Þór (TH0R)
Sveinn (Sv1)
Halli