Fara í efni

Innritun nýnema lokið

Innritun nýnema fyrir skólaárið 2022-2023 er lokið. Við bjóðum nýja nemendur velkomna í nám við Menntaskólann á Ásbrú á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Í haust hefjum við fjórða árið í MÁ. Nú þegar hafa 22 nemendur útskrifast með stúdentspróf í tölvuleikjagerð og stefna nokkrir nemendur á útskrift í janúar 2023.

Nemendur MÁ geta séð stundaskrá í Innu eftir 15. ágúst. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá 17. ágúst sjá skóladagatal.

Starfsfólk MÁ svarar fyrirspurnum um námið á netfangið menntaskolinn@keilir.net.

Við viljum benda nemendum okkar á að um leið og skólastarfið hefst er nauðsynlegt að nemendur og forráðamenn hafi aðgang að tölvukerfi Innu. Til þess þarf rafræn skilríki eða íslykil.