Fara í efni

Innritun í MÁ á vorönn 2023

Innritun á vorönn 2023 stendur nú yfir. Hægt er að sækja um nám í Menntaskólanum á Ásbrú á vef Menntamálastofnunar  og á heimasíðu Keilis.

Skólastarf hefst 9. janúar og er umsóknarfrestur til 15.desember.

Í Menntaskólanum á Ásbrú er boðið uppá nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð sem veitir breiðan grunn til framhaldsnáms á háskólastigi með færni til framtíðar að leiðarljósi. Nemendum gefst rúmur kostur á að leggja sínar eigin áherslur með valgreinum.

Stúdentsbrautin er þriggja ára nám sem nemendur útskrifast með þekkingu í ýmsu sem tengist tölvuleikjagerð og fleiri skapandi greinum. Námið byggir á verkefnum með sterkri tengingu við atvinnulífið. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér fagleg vinnubrögð og vinnusemi sem svarar kalli atvinnulífins eftir vel menntuðu og hæfu starfsfólki.

Sjá nánar um námið