Fara í efni

Hópur úr MÁ kominn í úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla 2023

Hópur nema úr MÁ eru kominn í úrslit í keppni Ungra Frumkvöðla. Fyrirtækið þeirra er eitt af 30 fyrirtækjum sem eru nú komin í úrslit. Alls taka yfir 160 fyrirtæki þátt í keppninni í ár. Þeir mæta í viðtal við dómnefnd í dag og svo á morgun halda þeir kynningu á sal Arion Banka.

Þeir Óliver, Ævar, Guðlaugur, Viktor, Magnús og Elís hönnuðu forrit fyrir síma, RPgym sem er uppsett eins og tölvuleikur. Hægt er að fylgjast með eigin árangri, velja hvað þú vilt æfa og einnig fá aukahluti fyrir karakterinn þinn.

Þeir segja tilgang forritsins vera að ná “nördum” í ræktina og hjálpa þeim þar. “Við fengum hugmyndina frá því að vera tölvuleikjanördar sjálfir, suma daga er viljinn ekki til staðar svo við hugsuðum hvernig getum við aukið hvatningu fyrir þennan hóp”. Markmið forritsins er því að hjálpa tölvuleikjaspilurum að fá hvatningu til að hreyfa sig og þar af leiðandi að njóta betri lífsgæða.

Hægt er að fylgja fylgja hópnum á Instagram á @gymbosrpg.