Fara í efni

Ástundarskráning nemenda

Nemendum ber að mæta stundvíslega til kennslu samkvæmt stundaskrá. Reglur um skólasókn gilda líkt og áður. Þess ber að geta að heimilum ber að tilkynna um veikindi nemanda á Innu samkvæmt reglum þar um.

Kennarar skrá ástundun í upphafi og við lok hverrar kennslueiningu og þurfa nemendur þá að staðfesta virkni sína í upphafi og við lok þess tímabils á samskiptaforritinu Discord. Það fer þannig fram að:

  • Kennari skrifar ástundunarstatus á Discord við upphaf tíma og nemendur hafa 20 mínútur til þess að gera thumbsup við þann status.
  • Kennari skrifar ástundunarstatus 20 mínútum fyrir lok kennslueiningu og nemendur hafa til lok tímans til þess að gera thumbsup við þann status.

Kennarar skrá ástundun líkt og áður með mætingu, seinkomu eða fjarvist. Kennarar áskila sér rétt til þess að fjölga ástundunarskráningum ef um sérlega langar kennslueiningar er að ræða eða við sérstakar aðstæður – í slíkum tilvikum mun kennarinn tilkynna breytt fyrirkomulag ástundunarskráninga í síðasta lagi áður en fyrsta ástundun er skráð við upphaf kennslueiningu.

Þetta fyrirkomulag gildir allar kennslustundir sem hingað til hafa verið kenndar í staðnámi (ekki valgreinar). Það mun falla úr gildi um leið og framhaldsskólar verða opnaðir á ný.