Fara í efni

Alls hafa 25 nemendur útskrifast frá MÁ

Ágúst Máni Jóelsson flutti kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta frá MÁ.
Ágúst Máni Jóelsson flutti kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta frá MÁ.

Þrír nemendur útskrifuðust frá MÁ föstudaginn 13.janúar 2023 og eru þá nemendur orðnir 25 sem útskrifast hafa úr MÁ. 

Nemendurnir þrír stefna allir á háskólanám í framtíðinni. Einn þeirra er ákveðinn í að fara í tölvunarfræði og hinir eru að skoða ýmsa möguleika. Þeir eru sammála um að þeir völdu rétt þegar þeir hófu nám í MÁ. Covid hafði áhrif á hvernig náminu var háttað á tímabili en það reyndist fremur auðvelt að færa allt í fjarnám þegar samgöngubann var yfirvofandi á landinu öllu.  

Útskriftin fór fram í Stapanum í Reykjanesbæ og var athöfnin hátíðleg. Ágúst Máni Jóelsson nýstúdent flutti ræðu fyrir hönd nemenda MÁ þar sem hann fór yfir veru þeirra í skólanum og þakkaði fyrir góðar stundir.

Starfsfólk MÁ þakkar þessum efnilegu nýstúdentum fyrir samveru og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.