Innritun í allt nám Menntaskólans á Ásbrú fer fram rafrænt.
Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð
Hægt er að hefja nám í Menntaskólanum á Ásbrú fjórum sinnum á ári, þ.e. í ágúst, október, janúar og mars.
Nemendur í 10.bekk sækja um rafrænt í gegnum vef Menntamálastofnunar á auglýstu tímabili, en aðrir nemendur sækja um á heimasíðu Keilis með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Haft er samband við alla umsækjendur og þeir boðaðir í samtal við fulltrúa Menntaskólans á Ásbrú.
Til viðbótar við inntökuviðtalið er miðað við að umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði - eða hafi lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Fjarnámshlaðborð
Skráning í áfanga á hlaðborðinu fer fram á Innu. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga, frá því þeir skrá sig á Innu.Nánari upplýsingar veittar hjá fulltrúa Menntaskólans í síma 578 4000 eða með tölvupósti.