Fara í efni

Innritun í MÁ

Innritun í Menntaskólann á Ásbrú á vorönn 2024 er hér: SÆKJA UM. 

Fjórum sinnum á ári eru tekið við umsóknum í MÁ. 

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2024

  • Innritun nýnema er 20. mars til 8. júní.
  • Innritun eldri nema er til 1.júní.

Umsækjendur geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á innritunartímabilinu. Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. MÁ getur einnig skoðað feril úr öðrum framhaldsskólum.

Innritunin er rafræn og fer fram hér. Leiðbeiningar um innritun má fá hér.

Nemendur þurfa nettengt tæki og hægt er að leita eftir aðstoð við innritun í framhaldsskóla í grunnskólum sem þið sækið nám í eða hjá náms- og starfsráðgjöfum hér í MÁ.

Við afgreiðslu umsókna grunnskólanemenda er horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut.

Hjá eldri nemendum njóta þeir sem eru yngri en 18 ára forgangs.

Allar frekari upplýsingar má fá hjá námsráðgjöfum og stjórnendum:

  • Skúli Freyr Brynjólfsson áfangastjóri MÁ / náms- og starfsráðgjöf [netfang]
  • Thelma Björgvinsdóttir ráðgjafi fyrir nemendur [netfang]
  • Þóra Kristín Snjólfsdóttir ráðgjafi fyrir nemendur [netfang]
  • Ingigerður Sæmundsdóttir forstöðumaður MÁ [netfang]

Innritun

 

Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og opin stúdentsbraut.

Hægt er að hefja nám í Menntaskólanum á Ásbrú fjórum sinnum á ári, þ.e. í ágúst, október, janúar og mars.

Nemendur í 10.bekk sækja um rafrænt í gegnum vef Menntamálastofnunar á auglýstu tímabili, en aðrir nemendur sækja um á heimasíðu Keilis með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Haft er samband við alla umsækjendur og þeir boðaðir í samtal við fulltrúa Menntaskólans á Ásbrú.

Til viðbótar við inntökuviðtalið er miðað við að umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði - eða hafi lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Innritun

 

 

 Fjarnámshlaðborð

Skráning í áfanga á fjarnámshlaðborðinu fer fram á Innu. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga, frá því þeir skrá sig á Innu.Nánari upplýsingar veittar hjá fulltrúa Menntaskólans í síma 578 4000 eða með tölvupósti.

Sækja um