Fara í efni

Inntökuskilyrði

Nemendur sækja um rafrænt á vef Menntamálastofnunar á tilteknu auglýstu tímabili. Allir umsækjendur eru boðaðir í inntökuviðtal við fulltrúa Menntaskólans á Ásbrú. Til viðbótar við inntökuviðtalið er miðað við að umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði - eða hafi lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Samkvæmt reglugerð nr. 1150/2008 um innritun í framhaldsskóla eiga umsækjendur undir 18 ára aldri rétt á að stunda nám í framhaldsskóla og hafa þannig forgang fram yfir eldri umsækjendur. Hæfni umsækjenda er metin út frá fyrrnefndum viðmiðum og býðst skólavist m.t.t. hæfnimats. Inntökufjöldi getur verið ólíkur milli anna.

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2021

  • Forinnritun 10. bekkinga fer fram 8. mars til 13. apríl
  • Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní
  • Innritun eldri nemenda fer fram 5. apríl til 31. maí

Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu. Nemendur þurfa nettengda tölvu og hægt er að fá aðstoð við innritun í grunnskólum og framhaldsskólum sé þess óskað.

Hafa samband

Sækja um