Fara í efni

Algengar spurningar um Fjarnámshlaðborðið

Hér að neðan finnur þú samantekt af spurningum um námskeið á Fjarnámshlaðborði Menntaskólans á Ásbrú. Smelltu á þá spurningu sem þú vilt fá svar við.

Hvenær get ég hafið nám?

Nemendur geta skráð sig á námskeið hvenær sem er í gegnum umsóknarvef Innu. Umsóknir eru afgreiddar á skrifstofutíma og geta liðið tveir dagar frá umsókn fram að því að hún er afgreidd.. 

Þarf ég að mæta á staðlotur?

Áfangar á Fjarnámshlaðborði MÁ fara eingöngu fram í fjarnámi og því engin mæting á staðinn.

Hvernig er námsmatið?

Áfangarnir byggja á fjölbreyttu námsmati og gilda öll verkefni til lokaeinkunnar en ekki eru lokapróf. Verkefni geta verið rituð verkefni eða munnleg, kvikmyndir, próf eða hvað annað sem við á. 

Hvað kostar námið?

Verðskrá Menntaskólans á Ásbrú er uppfærð árlega. Mikilvægt er að hafa í huga að námsgjöld fást ekki endurgreidd. Nemandi bera ábyrgð á því að skrá sig inn í áfangann í kennslukerfinu Moodle um leið og innritunarlykill/innritunarlyklar hafa borist nemandanum í tölvupósti.

Skoða námsgjöld

Hvað hef ég langan tíma til að ljúka áfanganum?

Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga frá innritun á Innu.

Hvernig skrái ég mig úr áfanga?

Nemendur skrá sig úr áfanga með því að fara inn á Innu og smella á flipann úrsögn úr áfanga. Ef nemandi hefur ekki lokið áfanga á tilsettum tíma (nemandi hefur fjóra mánuði til þess að ljúka áfanga frá dagsetningu skráningar) og skráir sig ekki úr honum, innan þessara fjögurra mánaða, birtist áfanginn sem fall á INNU.

Spurningin mín er ekki á listanum