Fara í efni

Vinnuverndarnámskeið fyrir flokkstjóra í vinnuskólum

vinnuverndarnamskeid-fyrir-flokkstjora-i-vinnuskolum-stor.png

Á námskeiði fyrir flokkstjóra í vinnuskólum er farið yfir hvað ungmenni á aldrinum 13-17 ára mega vinna við hjá vinnuskólum. Reglugerð um vinnu barna og unglinga (1999) er kynnt fyrir nemendum ásamt hugtökum sem í henni eru notuð s.s. „hættuleg vinna“. Farið er yfir vinnuverndarstarf sem á að fara fram á öllum vinnustöðum, áhættumat starfa, mikilvægi öryggismenningar og ábyrgð og skyldur atvinnurekanda og flokkstjóra.

Uppbygging

Námskeiðið fer fram í fjarnámi en nemendur geta tekið þátt rafrænt eða saman í hóp eftir því hvað hentar hverju sinni. Námsefnið er byggt á stuttum fyrirlestrum, eftir hvern kafla svara nemendur nokkrum spurningum sem þarf að svara rétt til að halda áfram. Hægt er að skoða námsefnið og taka prófin eins oft og til þarf til þess að ná fullum skilningi. Enginn fær nákvæmlega sama prófið tvisvar þar sem spurningar eru valdar af handahófi úr spurningabanka til þess að tryggja að niðurstöður endurspegli þekkingu.

Námsefnið er myndrænt og notast er við myndbönd af NAPO sem er teiknimyndapersóna gerð af vinnuverndarstofnun Evrópu. Vinnuskólar og flokkstjórar eru hvattir til þess að nota myndirnar um NAPO í sínu fræðslustarfi.

Námskeiðið skiptist í 11 kafla og ítarefni

  1. Kynning
  2. Vinnuverndarstarf og öryggismál
  3. Ábyrgð atvinnurekanda og verkstjóra
  4. Áhættumat starfa
  5. Slysavarnir
  6. Skráning og tilkynning vinnuslysa
  7. Persónuhlífar
  8. Líkamsbeiting
  9. Vinna við vélar
  10. Hættuleg efni
  11. Að líða vel í vinnunni

Hvað tekur námskeiðið langan tíma? 

Hver og einn fer í gegnum námsefnið á eigin hraða en gera má ráð fyrir að það taki um 2 klst. að kynna sér allt efni námskeiðsins. 

Hvenær hefst námskeiðið?

Vinnuskólar stjórna því hvenær námskeið hefst. Við upphaf námskeiðs fá nemendur sendar leiðbeiningar og hlekk á námsefnið og geta hafist handa þegar þeir vilja. Þetta námskeið er einnig hægt að halda fyrir hóp í kennslustofu eða á Teams eftir frekara samkomulagi.

Kynningarmyndband

Verð og nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað vinnuskólum sveitarfélaga og stærri fyrirtækjum. Verð ræðst af fjölda þátttakenda. Nánari upplýsingar veitir Bjartmar Steinn verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands.