Fara í efni

Hreinlæti og sóttvarnir á vinnustöðum

Hreinlæti stór.png

Vinnuverndarskóli Íslands og AÞ-þrif hafa í sameiningu mótað námskeið um hreinlæti og sóttvarnir á vinnustöðum. Námskeiðið er alfarið kennt í fjarnámi, það er stutt, einfalt og lýkur með krossaprófi. Námsefnið samanstendur af fyrirlestrum og ítarefni með myndböndum.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja leiðir til þess að bæta umgengni á vinnustað
  • Skilja mikilvægi aukins hreinlætis
  • Hafa að bera skilning á bakteríum og veirum
  • Þekkja smitleiðir sjúkdóma
  • Þekkja markmið og leiðir til sóttvarna
  • Kunna að nota hanska og grímur á réttan hátt
  • Kunna rétta framkvæmd handþvotts og vita hvers vegna hann er mikilvægur

Hver og einn fer í gegnum námið á sínum hraða en til þess að standast námskeiðið þarf að ljúka krossaprófi með einkunn upp á 8 að lágmarki. Námskeiðið tekur um klukkustund og aðalkennari þess er Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Uppbygging

  1. Kynning
  2. Umgengni á vinnustöðum
  3. Bakteríur og veirur
  4. Smitleiðir
  5. Grímur
  6. Handþvottur og hanskar
  7. Hreinlæti á vinnustöðum
  8. Sóttvarnir á vinnustöðum

Nánari upplýsingar og skráning

Þar sem námskeiðið er kennt í fjarnámi er hægt að hefja nám hvenær sem er og vinna á sínum hraða. Verð fyrir einstakling er 11.900 kr. en námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir hópa frá sama fyrirtæki. Boðið er upp á hópafslátt. Nánari upplýsingar veitir Bjartmar Steinn, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands.

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst

Fyrirtækjaskráning