Fara í efni

Hagnýt stærðfræði (STÆR2HS05)

Copy of Copy of Untitled.png

STÆR2HS05

Í áfanganum verður farið í verslunarreikning (jöfnur, hlutfalla-, prósentu og vaxtarreikning, verðtryggingu og erlendan gjaldeyri) og grunnþætti tölfræði (tíðni, gröf, miðsækni og dreifingu). Nemendur læra að nota töflureikni við útreikning og úrvinnslu gagna. Nemendur munu vinna sjálfstætt fjölbreytileg verkefni í áfanganum.

Sækja um

Skráning

Hægt er að skrá sig í áfanga á Fjarnámshlaðborði hvenær sem er. Þegar skráning hefur verið samþykkt fær nemandi sendan innritunarlykil á moodle kennslukerfið. Það getur tekið allt að tveimur virkum dögum. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka áfanganum frá þeirri dagsetningu sem skráningin var send inn á Innu.

Fyrirkomulag náms

Form áfanga á Fjarnámshlaðborðinu getur verið breytilegt frá einum áfanga til annars og er útskýrt ítarlega í kennsluáætlun áfangans. Því er mikilvægt að fyrsta verk nemandans sé að kynna sér hana. Áfangar innihalda oftast fyrirlestra frá kennara, önnur myndbönd, lesefni, moodle verkefni og önnur skilaverkefni. Áfanganum lýkur svo með lokaverkefni áfangans, oft í formi samtals við kennarann.

Áætlaður fjöldi vinnustunda nemandans eru 18-24 klukkustundir fyrir hverja einingu. Flestir áfangarnir eru 5 einingar og því er áætlaður vinnustundafjöldi u.þ.b. 100-120 klukkustundir í hverjum áfanga. Markmið áfanganna eru miðuð við Aðalnámskrá framhaldsskólanna og raðast á hæfniþrep samkvæmt henni.