Algengar spurningar

Kennarar og starfsfólk

Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú er Nanna Kristjana Traustadóttir, en auk hennar er einvala lið kennara og starfsfólks við skólann. Á heimasíðunni undir „starfsfólk og kennarar“ getur þú fundið nánari upplýsingar um kennara og netföng.
Lesa meira

Hvað læri ég um tölvuleiki?

Tölvuleikjakjarninn samanstendur af sex áföngum í tölvuleikjagerð, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, margmiðlun, heimspeki, eðlisfræði - og listgreinum í bundnu vali.​​
Lesa meira

Námskrá fyrir tölvuleikjabrautina

Námsskrá fyrir tölvuleikjabrautina og nánari upplýsingar um einstakar námsgreinar má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar á námskrá.is. Námsbrautin er starfrækt samkvæmt viðurkenningu Menntamálastofnunar frá 2019 sem nálgast má hér.
Lesa meira

Hvenær byrjar skólinn?

Nýnemadagur verður föstudaginn 16. ágúst og svo hefst kennsla samkvæmt stundatöflu strax mánudaginn á eftir.
Lesa meira

Hvað kostar að fara í námið?

Námsgjöld veturinn 2021-2022 eru 70.500 krónur á önn.
Lesa meira

Hvernig fer kennslan fram?

Við verðum með nútíma kennsluhætti, vendinám, þverfaglega vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Engin lokapróf og fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt. Nútímalegt, sveigjanlegt staðnám. Upphaf vinnudags seinkað í svartasta skammdeginu.​​
Lesa meira

Samstarf við erlenda skóla

Menntaskólinn á Ásbrú er í samstarfi við erlenda skóla sem bjóða upp á sambærilegt nám í tölvuleikjagerð. Á seinni stigum námsins eru fyrirhugaðar námsferðir til þessara aðila og annarra skóla og leikjafyrirtækja erlendis.
Lesa meira

Hvar er Menntaskólinn á Ásbrú?

Við erum staðsett í aðalbyggingu Keilis, að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Strætó 55 stoppar beint fyrir utan hjá okkur.
Lesa meira

Öflugt samstarf við atvinnulífið

Við erum í nánu samstarfi við atvinnulífið og háskólaumhverfið í tengslum við uppbyggingu námsins, þróun áfanga og vegna nemendaverkefna í bransanum. Nemendur munu vinna verkefni í beinu samstarfi við sérfræðinga í atvinnulífinu og öðlast ómetanlegt tengslanet.
Lesa meira

Hvernig er námsumhverfið?

Við erum með vinnuaðstöðu í sérklassa sérstaklega hannaða með það að leiðarljósi að vera nútímalegt, fjölbreytt og aðlaðandi starfsumhverfi þar sem nemendum líður vel og langar til þess að sinna vinnu sinni.​​
Lesa meira