Hvað viltu vita um Menntaskólann á Ásbrú?
13.06.2019
Menntaskólinn á Ásbrú er í samstarfi við erlenda skóla sem bjóða upp á sambærilegt nám í tölvuleikjagerð. Á seinni stigum námsins eru fyrirhugaðar námsferðir til þessara aðila og annarra skóla og leikjafyrirtækja erlendis.
Það eru örar og reglulegar samgöngur með strætó til og frá Ásbrú. Þú gætir einnig átt rétt á jöfnunarstyrk til að niðurgreiða ferðir þínar til og frá skóla. Vissir þú að þú ert fljótari að taka strætó úr Hafnarfirði í Reykjanesbæ, en þú ert að fara á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur?