Hvað viltu vita um Menntaskólann á Ásbrú?
13.06.2019
Við erum með vinnuaðstöðu í sérklassa sérstaklega hannaða með það að leiðarljósi að vera nútímalegt, fjölbreytt og aðlaðandi starfsumhverfi þar sem nemendum líður vel og langar til þess að sinna vinnu sinni.
Til að skrá veikindi nemanda undir 18 ára aldri þarf forráðamaður að skrá sig inn á www.inna.is en nemendur yfir 18 ára aldri geta skráð veikindi sjálfir. Mikilvægt er að skrá veikindi nemanda daglega sé viðkomandi veikur fleiri en einn dag
Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú er Nanna Kristjana Traustadóttir, en auk hennar er einvala lið kennara og starfsfólks við skólann. Á heimasíðunni undir „starfsfólk og kennarar“ getur þú fundið nánari upplýsingar um kennara og netföng.