Hvað viltu vita um Menntaskólann á Ásbrú?
13.06.2019
Tölvuleikjakjarninn samanstendur af sex áföngum í tölvuleikjagerð, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, margmiðlun, heimspeki, eðlisfræði - og listgreinum í bundnu vali.
Það eru örar og reglulegar samgöngur með strætó til og frá Ásbrú. Þú gætir einnig átt rétt á jöfnunarstyrk til að niðurgreiða ferðir þínar til og frá skóla. Vissir þú að þú ert fljótari að taka strætó úr Hafnarfirði í Reykjanesbæ, en þú ert að fara á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur?