Skólahúsnæði og aðstaða hjá KeiliAðalbygging Keilis er á Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ og hýsir hún flestar kennslustofur, rannsóknaraðstöðu, stoðþjónustu og skrifstofur. Þar er einnig að finna upplýsingatorg, lesrými, hópvinnuherbergi, kaffistofur og veitingasölu, auk þess sem viðburðir og uppákomur eru reglulega á dagskrá. Byggingin er opin nemendum frá morgni til kvölds. Kennsla fer einnig fram í Sporthúsinu á Ásbrú (gegnt aðalbyggingunni) og í verklegri kennsluaðstöðu Flugakademíu Keilis á Keflavíkurflugvelli.
 
 • Aðalbygging Keilis - Opnunartímar og aðgangskubbar

  Aðalbygging Keilis er opin eins og hér segir:

  • Húsnæði skólans er opið kl. 7:45 - 16:00
  • Afgreiðslan er opin kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga
  Utan opnunartíma er hægt að komast inn í skólann með sérstökum aðgangskubbi sem nemendur Keilis geta keypt sér. Hægt er að sækja um kubbinn í afgreiðslu Keilis og kostar hann kr. 3.500. Aðgangskubburinn er einnig prentkubbur og er innifalið 250 blöð og geta nemendur nýtt sér hann til að prenta út í prentaðstöðu skólans. Hægt er að fylla á kubbinn ef þarf. Skólinn er lokaður um helgar en hægt er að komast inn með aðgangskubbi frá kl. 07:15 - 22:45.
   
  Handhafi aðgangskubbs er ábyrgur fyrir umgengni og er óheimilt að taka með sér gesti. Ef nemandi verður valdur að útkalli öryggisþjónustu er hann ábyrgur fyrir kostnaði sem því fylgir. Öryggiskerfi hússins fer í gang alla daga vikunnar kl. 23:00 og þá verður húsið að vera mannlaust, öll umgengni eftir þann tíma ræsir kerfið.

  Athugið að húsnæði Keilis er vaktað með öryggismyndavélum.
 • KRÁS - Veitingasala Keilis

  KRÁS er veitingaþjónusta Keilis, staðsett í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Markmið þjónustunnar er að bjóða nemendum, starfsfólki og gestum upp á góðan og hollan mat á sanngjörnu verði.

  Í hádeginu er boðið upp á heitan mat, glæsilegan salatbar og súpu dagsins, ásamt kaffi og drykkjarvörum.

  KRÁS opnar í lok ágúst og verður opin alla virka daga kl. 11:30 - 13:30.

  Í matsal Keilis er einnig aðstaða fyrir nemendur til að snæða sitt eigið nesti, en þar má einnig finna örbylgjuofna og samlokugrill.

  Nánari upplýsingar, mataráskrift og matseðlar

 • Keilisgarðar - Nemendaíbúðir Keilis

  Húsnæðissvið býður nemendum Keilis að leigja hagkvæmar tveggja herbergja íbúðir á Keilisgörðum. Íbúðirnar eru staðsettar á Keilisbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ og í göngufæri frá aðalbyggingu skólans. Nánari upplýsingar hér.

 • Umgengni í og í kringum skólahúsnæði

  Keilir leggur mikla áherslu á góða umgengni og eru nemendur vinsamlegast beðnir um að taka þátt í því með starfsfólki skólans að halda bæði húsi og lóð snyrtilegu. Henda rusli í tunnur sem eru á göngum og ganga vel um kennslustofur og önnur rými og allan búnað sem honum tilheyrir. Nemendur eru beðnir um að nýta sér grænu tunnurnar í prentherberginu til að losa sig við pappír. Neysla matvæla er ekki leyfð í kennslustofum. Í anddyri skólans eru sjálfsalar með gosi og sælgæti. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum. 
 • Húsgögn og búnaður

  Ekki er heimilt að breyta uppröðun borða og stóla eða færa húsgögn eða önnur áhöld á milli kennslustofa án heimildar húsnæðissviðs.
 • Skápar á göngum

  Skápar eru leigðir út til nemenda fyrir skólaárið, nánari upplýsingar um útleigu eru veittar hjá þjónustufulltrúa í afgreiðslu. 

 • Reykingar á skólalóð

  Reykingar eru bannaðar á lóð skólans. Reykingar í og við inngang skólans eru stranglega bannaðar. Þetta gildir einnig fyrir rafsígarettur.

 • Bílastæði á skólalóð

  Merkt bílastæði eru í kringum skólann og eru nemendur beðnir um að virða þær merkingar, einnig má nota stæði við íþróttahúsið, Andrews og kirkjuna. Merkt stæði fyrir fatlaða er við aðalinngang skólans. Ekki má leggja uppá grasi í kringum skólann, eigendur bifreiða sem er þannig lagt eða virða ekki aðrar merkingar mega eiga von á að þær verði fjarlægðar á þeirra kostnað og án fyrirvara.