Bókleg próf

Bókleg próf eru haldin reglulega hjá Keili, bæði lokapróf og upptökupróf. Á hlekknum Prófáætlun er að finna dagsetningar fyrir næstu einkaflugmanns- og atvinnuflugmannspróf. 

Skráning í upptökupróf verða að fara fram á hlekknum "skráning í próf" og innan tilskilins skráningarfrests. Eftir að frestur er liðinn er ekki hægt að koma í prófið og verður viðkomandi að skrá sig næst þegar próf er haldið.

Með skráningu í upptökupróf skuldbindir nemandi sig til að mæta í próf og greiða fyrir það 6.000 kr. ef nemandi er í Atvinnuflugmannsnámi, Basic course og Einkaflugmannsnámi.

Skráningin er bindandi og ef nemandi mætir ekki gengur greiðsla ekki upp í næstu skráningu, ef nemandi skráir sig en á eftir að greiða og mætir ekki, þá er gert ráð fyrir nemandanum og honum er þá sendur greiðsluseðill fyrir prófinu.