Smelltu á viðeigandi yfirflokka til að nálgast nánari upplýsingar.
Í Skólanámskrá Keilis má finna upplýsingar um stefnu og starfshætti Keilis.
Um leið og við bjóðum þig velkominn á Háskólabrú Keilis er mikilvægt að fara yfir nokkur hagnýt atriði varðandi uppbyggingu, skipulag og þá þjónustu er skólinn veitir. Við vonum að handbók þessi auðveldi þér fyrstu skrefin í náminu og biðjum við þig að kynna þér innhaldið vel.
Háskólabrú Keilis er bæði kennd í staðnámi og fjarnámi. Staðnám hefst í ágúst ár hvert en fjarnám hefst annars vegar í janúar og hins vegar ágúst ár hvert. Nám á Háskólabrú getur tekið allt frá ári upp í rúmlega tvö ár, það fer allt eftir því hvaða leið nemendur velja að fara.
Háskólabrú er þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands og er undirbúningur undir háskólanám. Að Háskólabrú lokinni hafa nemendur öðlast ígildi stúdentsprófs og geta sótt um í öllum deildum Háskóla Íslands og flestum háskólum, bæði hérlendis og erlendis. Kennsluhættir eru með því móti að áhersla er lögð á kennslu og þjónustu með þarfir fullorðinna nemenda í huga.
Í upphafi haustannar er starfsemi Keilis kynnt. Mikilvægt er að mæta á þá kynningu þar sem farið er yfir kennslukerfi Keilis, skipulag Háskólabrúar og námsráðgjafar kynna starfsemi sína. Farið er í hópefli þar sem nemendum gefst einstakt tækifæri að kynnast sín á milli og hópurinn hristur saman fyrir áskorun vetrarins.
Kennsluhættir á Háskólabrú miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir.
Eins og alltaf þá bera nemendur sjálfir ábyrgð á námi sínu og ástundun. Mikilvægt að mæta í alla kennslutíma þar sem ekki er möguleiki á að endurtaka verkefni ef nemandi er fjarverandi. 80% mætingaskylda er í staðnám Háskólabrúar. Nemendur verða að hafa fartölvu meðferðis í skólann.
Fyrri önn | Feiningar | Seinni önn | Feiningar |
Nám og störf | 1 | Íslenska 2 | 6 |
Íslenska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Þýska 2 | 5 |
Stærðfræði 2 | 6 | Saga | 6 |
Upplýsingatækni | 6 | Danska | 6 |
Þýska 1 | 6 | Þýska 3 | 4 |
Félagsfræði | 6 | ||
Alls: | 43 | Alls: | 39 |
Alls feiningar í hugvísindadeild: 82 |
Fyrsta önn | Feiningar | Önnur önn | Feiningar |
Upplýsingatækni | 6 | Þýska 2 | 5 |
Stærðfræði 1 | 6 | Danska | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | Þýska 3 | 4 |
Þýska 1 | 6 | ||
Nám og störf | 1 | ||
Alls: | 25 | Alls: | 15 |
Þriðja önn | Feiningar | Fjórða önn | Feiningar |
Íslenska 1 | 6 | Íslenska 2 | 6 |
Félagsfræði | 6 | Saga | 6 |
Enska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Alls: | 18 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Alls: | 24 | ||
Alls feiningar í hugvísindadeild: 82 |
Fyrsta önn | Feiningar | Önnur önn | Feiningar |
Upplýsingatækni | 6 | Stærðfræði 3 | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Danska | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Nám og störf | 1 | ||
Alls: | 19 | Alls: | 18 |
Þriðja önn | Feiningar | Fjórða önn | Feiningar |
Íslenska 1 | 6 | Íslenska 2 | 6 |
Félagsfræði | 6 | Saga | 6 |
Enska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Alls: | 18 | Alls: | 18 |
Alls feiningar í félagsvísinda- og lagadeild: 73 |
Fyrri önn | Feiningar | Seinni önn | Feiningar |
Nám og störf | 1 | Íslenska 2 | 6 |
Íslenska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Saga | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | Danska | 6 |
Upplýsingatækni | 6 | Stærðfræði 3 | 6 |
Félagsfræði | 6 | ||
Alls: | 37 | Alls: | 36 |
Alls feiningar í félagsvísinda- og lagadeild: 73 |
Fyrri önn | Feiningar | Seinni önn | Feiningar |
Nám og störf | 1 | Íslenska 2 | 6 |
Íslenska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Inngangur að viðskiptafræði 1 | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | Saga | 6 |
Upplýsingatækni | 6 | Stærðfræði 3 | 6 |
Inngangur að viðskiptafræði 2 | 6 | Stærðfræði 4 | 6 |
Félagsfræði | 6 | ||
Alls: | 43 | Alls: | 42 |
Alls feiningar í viðskipta- og hagfræðideild: 85 |
Fyrsta önn | Feiningar | Önnur önn | Feiningar | ||||
Upplýsingatækni | 6 | Stærðfræði 3 | 6 | ||||
Stærðfræði 1 | 6 | Stærðfræði 4 | 6 | ||||
Stærðfræði 2 | 6 | Inngangur að viðskiptafræði I | 6 | ||||
Inngangur að viðskiptafræði II | 6 |
|
|||||
|
1 | ||||||
|
|||||||
Þriðja önn | Feiningar | Fjórða önn | Feiningar | ||||
Íslenska 1 | 6 | Íslenska 2 | 6 | ||||
Félagsfræði | 6 | Saga | 6 | ||||
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 | ||||
Enska 2 | 6 | ||||||
Alls: | 18 | Alls: | 24 | ||||
Alls feiningar í viðskipta- og hagfræðideild: 85 |
Fyrri önn | Feiningar | Seinni önn | Feiningar |
Nám og störf | 1 | Íslenska 2 | 6 |
Íslenska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Efnafræði 2 | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | Stærðfræði 3 | 6 |
Upplýsingatækni | 6 | Stærðfræði 4 | 6 |
Efnafræði 1 | 6 | ||
Alls: | 37 | Alls: | 36 |
Sumarönn | Feiningar | ||
Eðlisfræði 1 | 6 | ||
Líffræði 1 | 6 | ||
Líffræði 2 | 6 | ||
Eðlisfræði 2 | 6 | ||
Alls: | 24 | ||
Alls feiningar í verk- og raunvísindadeild: 97 |
Fyrsta önn | Feiningar | Sumarönn 1 | Feiningar |
Upplýsingatækni | 6 | Líffræði 1 | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Líffræði 2 | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | ||
Nám og störf | 1 | ||
Alls: | 19 | Alls: | 12 |
Önnur önn | Feiningar | Þriðja önn | Feiningar |
Stærðfræði 3 | 6 | Íslenska 1 | 6 |
Stærðfræði 4 | 6 | Efnafræði 1 | 6 |
Upplýsingatækni og tölfræði | 6 | Enska 1 | 6 |
Alls: | 18 | Alls: | 18 |
Fjórða önn | Feiningar | Sumarönn 2 | Feiningar |
Íslenska 2 | 6 | Eðlisfræði 1 | 6 |
Enska 2 | 6 | Eðlisfræði 2 | 6 |
Efnafræði 2 | 6 | ||
Alls: | 12 | Alls: | 18 |
Alls feiningar í verk- og raunvísindadeild: 97 |
Á Háskólabrú er lögð megin áhersla á svokallað vendinám (flipped classroom). Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft/hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara (eða annarra nemenda í hópnum) og fá svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni.
Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nemendur verkefnin, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nemendur hlusta/horfa á fyrirlestra heima en vinna heimavinnuna í skólanum. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt.
Keilir hefur látið vinna röð stuttra upplýsingamyndbanda um speglaða kennslu sem er hægt að nálgast á YouTube.
Mikilvægt er að nemendur fylgi fyrirmælum skólans og kennara við lausn verkefna. Óheimilt er með öllu að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð. Ritstuldur er ekki liðinn við skólann, ef nemendur verða uppvísir að slíku hvort sem um ræðir verkefni eða lokapróf er nemandi áminntur og prófið/verkefnið látið niður falla.
Skilafrestur á verkefnum kemur fram í kennsluáætlun kennara.
Nám á Háskólabrú er sett upp samkvæmt reglum LÍN sem lánar sérstaklega fyrir námsgjöldum. Námið veitir einnig þeim sem uppfylla skilyrði LÍN rétt til framfærsluláns. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu LÍN. Upplýsingar um námsgjöld á Háskólabrú Keilis má nálgast hérna.
Nemendur í staðnámi HBR verða að segja sig úr áfanga í síðasta lagi tíu dögum eftir að áfanginn hefst til þess að geta átt námsgjöld inni. Námsgjöld geta gilt á Háskólabrú í tvö ár frá því nemandi hóf nám.
Ef nemandi nær ekki lágmarkseinkunn í áfanga getur hann endurtekið hann og greiðir þá fullt verð samkvæmt gjaldskrá (gildir tvö ár frá upphafi náms). Athugið að nemandi getur ekki setið einstaka áfanga oftar en þrisvar sinnum.
Lokanámsmat er mismunandi og getur verið um lokapróf (skriflegt, munnlegt eða verklegt) eða símat að ræða.
Fyrirkomulag um lokanámsmat skal liggja fyrir í upphafi annar í námsskeiðslýsingu. Lokanámsmat í áfanga eru ýmist lokapróf með gögnum, án gagna, sambland af hvoru tveggja eða símatsáfangar þar sem lagt er mat á vinnu nemenda alla önnina. Lokapróf eru venjulegast þriggja tíma skrifleg próf og er það kennari sem tekur ákvörðun um tímalengd prófa hverju sinni. Í gagnaprófum reynir á skilning og heildaryfirsýn. Þannig þjálfa nemendur sjálfstæð vinnubrögð sem nýtast í háskólasamfélaginu og atvinnulífinu.
Oft eru munnleg próf haldin í tungumálakennslu eða öðrum áföngum. Kennari skal í kennsluáætlun tilgreina hvernig fyrirkomulag munnlega prófsins skuli háttað.
Á Moodle geta nemendur fundið gömul próf undir áfanganum „Gömul próf“. Prófsýning er auglýst sérstaklega fyrir hvern áfanga.
Ef nemandi kemst ekki í próf vegna veikinda þarf hann að skila vottorði með því að skrá sig í sjúkrapróf, í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir settan prófdag, á heimsíðu skólans og hafa vottorðið í viðhengi.
Skráning í sjúkra- og upptökupróf.
Athugið að nemandi sem mætir í sjúkrapróf á ekki kost á upptökuprófi ef hann nær ekki sjúkraprófinu.
Nemandi sem ekki nær lágmarkseinkunninni 5 á lokaprófi hefur rétt á að taka upptökupróf og greiðir fyrir það samkvæmt gjaldskrá Keilis. Rauneinkunn á upptökuprófi gildir í reiknaða lokaeinkunn. Tímasetning upptökuprófa er auglýst sérstaklega og þarf nemandinn að skrá sig í prófið tveimur virkum dögum fyrir prófdag.
Skráning í upptöku- og sjúkrapróf.
Ef nemandi nær ekki upptökuprófi gefst honum kostur á að sitja áfangann aftur þegar hann verður næst kenndur við Keili.
Nemandi sem á einungis eitt fag eftir til að útskrifast af Háskólabrú vegna falls á sjúkra- eða upptökuprófi, getur sótt um að taka svokallað þriðja próf í því fagi og greiðir fyrir samkvæmt gjaldskrá. Gildir þetta um þá áfanga sem hafa hefðbundin próf sem lokanámsmat.
Þeir sem hafa ekki gert upp skólagjöld sín fá ekki afhentar einkunnir fyrr en greiðsla hefur borist.
Nemendur skulu hafa náð 5 í veginni meðaleinkunn verkefna og hafa virt mætingaskyldu til þess að öðlast próftökurétt í þeim áföngum sem er ekki símat. Ef nemandi nær ekki tilskyldri lágmarkseinkunn eða mætingu þá telst hann fallinn á verkefnaeinkunn og telst því fallinn í áfanganum. Nemandi á kost á því að sitja áfangann aftur hjá Keili hvort heldur sem er í staðnámi eða fjarnámi.
Lágmarksmæting er 70% í hvern áfanga en 80% í heild. Ef mæting fer undir það missa nemendur próftökurétt. Þá er 80% mæting í símatsáfanga. Ef um langtímaveikindi er að ræða er nemendum bent á að tala við námsráðgjafa, en í þeim tilfellum má mæting aldrei fara undir 60%. Í alla verklega tíma í raungreinum er 100% mætingaskylda. Vottorð geta einungis gilt fyrir einn verklegan tíma í áfanga, nemendur skulu í slíkum tilfellum hafa samband við kennara.
Ef lokanámsmat áfanga byggir á lokaprófi þá samanstendur lokaeinkunn af prófseinkunn og verkefnaeinkunn. Nemendur þurfa að ná að lágmarki 5 úr hvorum hluta fyrir sig til þess að standast áfangann.
Ef lokanámsmat áfanga byggir á símati þá þurfa nemendur að ná að lágmarki 5 í verkefnaeinkunn til þess að standast áfangann.
Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsfólk Háskólabrú Keilis hérna
Símanúmer skrifstofu Keilis: 578 4000.