Keilir haust 2020 - Birt með fyrirvara um breytingar.
Smelltu á viðeigandi yfirflokka til að nálgast nánari upplýsingar.
Í Skólanámskrá Keilis má finna upplýsingar um stefnu og starfshætti Keilis.
ÍAK einkaþjálfaranámið er 2ja anna langt nám. Markmiðið með náminu er að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á heilbrigði einstaklingsins og hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar. Markmiðið er einnig að stuðla að betra samstarfi milli ÍAK einkaþjálfara, sjúkraþjálfara og íþróttaþjálfara.
ÍAK einkaþjálfaranámið er fullt nám og er kennt í fjarnámi með staðlotum.
Opna framhaldsskólaáfanga er hægt er að sækja hvar og hvenær sem er. Hver áfangi kostar 20.000 kr. og fer skráning fram á Innu.
Nánari upplýsingar veitir Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastjóri Keilis í síma 578 4000 eða á hladbord@keilir.net
Nemendur skrá sig úr áfanga með því að fara inn á Innu og smella á flipann úrsögn úr áfanga. Skráning úr áfanga þarf að berast eigi síðar en 10 dögum eftir að áfangi hefst. Ef nemandi sinnir ekki áfanganum og skráir sig ekki út honum á tilskildum tíma birtist áfanginn sem fall á INNU. Mikilvægt er að hafa samráð við verkefnastjóra námsins og tilkynna honum úrsögnina.
Nemendur Íþróttaakademíu Keilis verða að segja sig úr áfanga í síðasta lagi tíu dögum eftir að áfangi hefst til þess að geta átt námsgjöld inni. Námsgjöld geta gilt í Íþróttaakademíu í tvö ár frá því að nemandi hóf nám.
Áfangi með lokaprófi eða lokaverkefni sem gildir 50% eða hærra
Gefin er verkefnaeinkunn sem er vegið meðaltal allra verkefna vetrarins og þurfa nemendur að ná lágmarkseinkunninni 7,0 úr verkefnahlutanum til að öðlast próftökurétt/rétt til að skila lokaverkefni. Nemendur þurfa að ná 7,0 í lokaprófi til að standast áfangann.
Símatsáfangi
Lokaeinkunn áfangans er vegið meðaltal allra verkefna vetrarins og þurfa nemendur að ná lágmarkseinkunninni 7,0 til að ná áfanganum.
Öll námsgögn og samskipti milli kennara og nemenda fara fram í kennslu- og samskiptaforritinu Moodle. Mikilvægt er að nemendur fari reglulega inn á Moodle til að fylgjast með hverjum áfanga fyrir sig. Brýnt er að nemendur fylgist með tölvupósti daglega, allar upplýsingar frá skólanum og milli nemenda eru sendar í tölvupósti.
Álagi námsins er dreift yfir önnina með því að prófa þegar áfanga er lokið í stað þess að hafa ákveðna prófaviku í lok annar. Sjúkra- og upptökupróf eru haldin í kjölfarið. Ekki er gert ráð fyrir upplestrarfríi, heldur skulu nemendur nýta önnina jafnt til lærdóms og skipulagningar.
Prófin eru ýmist skrifleg, munnleg eða verkleg. Lengd prófa fer eftir efni og aðstæðum hverju sinni og er það kennari sem tekur ákvörðun um tímalengd prófa og með hvaða hætti hann prófar úr námsefninu. Prófafyrirkomulag skal þó liggja fyrir í upphafi annar í námsskeiðslýsingu en kennari hefur vald til að breyta prófafyrirkomulagi telji hann ríka ástæðu til.
Í skriflegum lokaprófum í Keili er kennari til taks í gegnum síma. Þeir nemendur sem búa í 100 km fjarlægð eða meira frá prófstöðum geta óskað eftir því að taka skrifleg lokapróf í sinni heimabyggð í samráði við umsjónarmenn námsins. Kostnaður vegna þess greiðist af nemanda sjálfum.
Nemendur skulu hafa náð 7 í veginni meðaleinkunn verkefna og hafa virt mætingaskyldu til þess að öðlast próftökurétt. Ef nemandi nær ekki tilskyldri lágmarkseinkunn þá telst hann fallinn á verkefnaeinkunn og telst því fallinn í áfanganum.
Í alla tíma í staðlotum er 100% mætingaskylda. Mæti viðkomandi 15 mín of seint í verkefnatíma telst hann ekki hafa mætt.
Til að nemandi eigi kost á að taka sjúkrapróf verður hann að skrá sig á heimasíðu Keilis í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir prófið. Til þess að veikindi í prófi séu tekin gild þarf að skila vottorði sem er dagsett innan þriggja daga frá prófdegi. Ekki er tekið mark á vottorði sem er dagsett eftir þann tíma.
Nemandi sem ekki nær lágmarkseinkunn á misserisprófi á rétt á að fara í upptökupróf (sjá kostnað í Gjaldskrá Keilis). Tilkynni nemandi ekki veikindi í prófi og skili ekki vottorði, er hann skráður með fall í áfanganum. Nemandi getur þó óskað eftir því að fara í upptökupróf.
Til að nemandi eigi kost á því að taka upptökupróf verður hann að skrá sig á heimasíðu Keilis í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir prófið. Ef greiðsla og skráning hefur ekki verið framkvæmd á réttum tíma er ekki gert ráð fyrir nemandanum í prófið.
Hámarks einkunn úr upptökuprófi er 7.
Nemandi sem fellur á upptökuprófi eða sjúkraprófi getur sótt um að taka aukaupptökupróf í lok skólaárs (maí). Eingöngu er hægt að sækja um að taka aukaupptökupróf í einu fagi standi það í vegi fyrir útskrift nemanda. Hámarkseinkunn sem nemandi getur fengið úr áfanganum er 7,0 (sjá kostnað í gjaldskrá).
Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsfólk Íþróttaakademíu Keilis 2020 - 2021 hérna
Starfsfólk skrifstofu og menntasviðs Keilis:
Gísli Torfason | Tölvudeild | gisli@keilir.net |
Anna María Sigurðardóttir | Menntasvið | annamaria@keilir.net |
Fjóla Þórdís Jónsdóttir | Menntasvið | fjola@keilir.net |
Sigrún Svafa Ólafsdóttir | Menntasvið/kennsluráðgjafi | sigrunsvafa@keilir.net |
Þóra Kristín Snjólfsdóttir | Náms- og starfsráðgjafi | thora@keilir.net |
Skúli Freyr Brynjólfsson | Náms- og starfsráðgjafi | skuli.b@keilir.net |
Venný Sigurðardóttir | Þjónustufulltrúi | venny@keilir.net |
Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsfólk Íþróttaakademíu Keilis 2020 - 2021 hérna. Starfsfólk skrifstofu og menntasviðs Keilis:
Scott Gribbon |
Yfirkennari |
|
Arnar Hafsteinsson |
Forstöðumaður |
arnar@keilir.net |
Gísli Torfason |
Tölvudeild |
gisli@keilir.net |
Anna María Sigurðardóttir |
Menntasvið |
annamaria@keilir.net |
Fjóla Þórdís Jónsdóttir |
Menntasvið |
fjola@keilir.net |
Sigrún Svafa Ólafsdóttir |
Menntasvið/kennsluráðgjafi |
sigrunsvafa@keilir.net |
|
|
|
Þóra Kristín Snjólfsdóttir |
Náms- og starfsráðgjafi |
thora@keilir.net |
Skúli Freyr Brynjólfsson |
Náms- og starfsráðgjafi |
skuli.b@keilir.net |
Venný Sigurðardóttir |
Þjónustufulltrúi |
venny@keilir.net |