Handbók nemenda - Almennur hluti

Hérna getur þú fundið almennar upplýsingar um húsnæðismál, skólagjöld, siðareglur, þjónustu, tölvumál og annað sem tengist námi þínu við Keili. Handbókin er uppfærð í ágúst 2018. Smelltu á viðeigandi yfirflokka til að nálgast nánari upplýsingar.

 • 1 Húsnæði Keilis

  Öll kennsla hjá Keili fer fram undir einu þaki, í húsnæði skólans að Grænásbraut 910. Húsið hýsti áður gagnfræðaskóla Varnarliðsins og var endurskipulagt og tekið í gegn árið 2010 með þarfir Keilis í huga. Húsnæðið miðar við að skapa nemendum gott vinnuumhverfi og góða aðstöðu til að sinna námi sínu.

  • Aðalbygging Keilis - Opnunartímar og aðgangskubbar

   Aðalbygging Keilis er opin eins og hér segir:

   • Húsnæði skólans er opið kl. 7:45 - 16:00
   • Afgreiðslan er opin kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga
   Utan opnunartíma er hægt að komast inn í skólann með sérstökum aðgangskubbi sem nemendur Keilis geta keypt sér. Hægt er að sækja um kubbinn í afgreiðslu Keilis og kostar hann kr. 3.500. Aðgangskubburinn er einnig prentkubbur og er innifalið 250 blöð og geta nemendur nýtt sér hann til að prenta út í prentaðstöðu skólans. Hægt er að fylla á kubbinn ef þarf. Skólinn er lokaður um helgar en hægt er að komast inn með aðgangskubbi frá kl. 07:15 - 22:45.
    
   Handhafi aðgangskubbs er ábyrgur fyrir umgengni og er óheimilt að taka með sér gesti. Ef nemandi verður valdur að útkalli öryggisþjónustu er hann ábyrgur fyrir kostnaði sem því fylgir. Öryggiskerfi hússins fer í gang alla daga vikunnar kl. 23:00 og þá verður húsið að vera mannlaust, öll umgengni eftir þann tíma ræsir kerfið.

   Athugið að húsnæði Keilis er vaktað með öryggismyndavélum.
  • 1.1 Opnunartími skólans og aðgangskubbar

   Húsnæði skólans er opið frá kl. 7:45 til kl. 16:00. Frá kl. 16:00 til 23:45 er hægt að komast inn í skólann með sérstökum aðgangskubbi sem nemendur Keilis geta keypt sér. Hægt er að sækja um kubbinn í afgreiðslu Keilis og kostar hann kr. 3.500.

   Skólinn er lokaður um helgar en hægt er að komast inn með aðgangskubbi frá kl. 7:45 – 23:45. Handhafi aðgangskubbs er ábyrgur fyrir umgengni og er óheimilt að taka með sér gesti. Ef nemandi verður valdur að útkalli öryggisþjónustu er hann ábyrgur fyrir kostnaði sem því fylgir. Öryggiskerfi hússins fer í gang alla daga vikunnar kl. 00:00 og þá verður húsið að vera mannlaust, öll umgengni eftir þann tíma ræsir kerfið. 

   Athugið að húsnæði Keilis er vaktað með öryggismyndavélum.

  • 1.2 Umgengni

   Keilir leggur mikla áherslu á góða umgengni og eru nemendur  vinsamlegast beðnir um að taka þátt í því með starfsfólki skólans að halda bæði húsi og lóð snyrtilegu. Flokka rusl í merktar flokkunartunnur sem eru á göngum og ganga vel um kennslustofur og önnur rými og allan búnað sem honum tilheyrir. Nemendur eru beðnir um að nýta sér pappírstunnurnar í prentherberginu til að losa sig við pappír. Neysla matvæla er ekki leyfð í kennslustofum. Í anddyri skólans eru sjálfsalar með gosi og sælgæti. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum.

  • 1.3 Mötuneyti skólans

   Í Keili er ekki rekið mötuneyti þessa stundina. Í matsal er þó að finna  örbylgjuofn og samlokugrill sem nemendur geta nýtt fyrir nesti að heiman. Einnig eru kaffisjálfsali og Senseo-kaffivél fyrir kaffipúða í nemendarými hjá sjálfsölum en nemendur þurfa að koma með sína kaffipúða. Vinsamlegast skiljið kaffibolla ekki eftir á göngum skólans.

  • 1.4 Reykingar,tóbaksnotkun og önnur vímuefni

   Reykingar eru bannaðar á lóð skólans og öll tóbaksnotkun er bönnuð í kennslustundum og prófum í skólanum. Einnig er með öllu óheimilt að vera undir áhrifum vímuefna í skólanum.

  • 1.5 Húsgögn

   Ekki er heimilt að breyta uppröðun borða og stóla eða færa húsgögn eða önnur áhöld á milli kennslustofa án heimildar húsnæðissviðs. Nemendum er heldur ekki heimilt að taka með sér sína eigin stóla til að sitja á í kennslustofum

  • 1.6 Skápar

   Skápar á göngum eru til notkunar fyrir nemendur endurgjaldslaust. Hægt er að koma með eigin lás til þess að læsa þeim ef nemandi vill.

  • 1.7 Bílastæði

   Merkt bílastæði eru í kringum skólann og eru nemendur beðnir um að virða þær merkingar, einnig má nota stæði við íþróttahúsið, Andrews og kirkjuna. Merkt stæði fyrir fatlaða er við aðalinngang skólans. Ekki má leggja uppá grasi í kringum skólann, eigendur bifreiða sem er þannig lagt eða virða ekki aðrar merkingar mega eiga von á að þær verði fjarlægðar á þeirra kostnað og án fyrirvara.

 • 2 Skólagjöld

  Skólagjöld eru innheimt fyrir hverja önn sérstaklega,  þau miðast við staðgreiðslu og skulu vera að fullu greidd í upphafi hverrar annar samkvæmt útgefnum gjalddaga hverju sinni.

  Skuldi nemandi skólagjöld frá fyrri önnum getur hann ekki skráð sig aftur í nám fyrr en skuldin hefur verið greidd upp. Þeir sem hafa ekki gert upp skólagjöld sín fá ekki afhentar einkunnir fyrr en greiðsla hefur borist. Þeir nemendur sem hafa ekki greitt skólagjöldin sín þegar nám er hafið geta átt von á að lokað verði á aðgang þeirra að kennslukerfi skólans án fyrirvara.

  Reglur um endurgreiðslur eru undir hverri deild fyrir sig.

 • 3 Tölvusamskipti

  Eins og fram hefur komið þá er mikil áhersla á tölvunotkun hjá Keili þar sem námsgögn og samskipti fara mikið fram í gegnum tölvur. Allir starfsmenn og nemendur Keilis eru beðnir um að hafa í huga að um tölvusamskipti gilda almennar kurteisisreglur.

 • 4 Fyrirvari um breytingar

  Vakin er athygli á því að allt sem birt er s.s. varðandi skipulag og annað er birt með fyrirvara um breytingar og deildastjóri áskilur sér rétt til að breyta dagsetningum og öðru sem við kemur náminu.

 • 5 Ritstuldur og námsefni Keilis

  Margvísleg verkefni kunna að vera lögð fyrir í hverju fagi. Mikilvægt er að nemendur fylgi fyrirmælum skólans og kennara við lausn verkefna. Óheimilt er með öllu að nýta sér hugverk annarra í verkefnum og gera að sínu. Öll afritun texta, beint eða óbeint úr hugverki annars, þarf að koma fram. Hugverk getur verið á ýmsu formi s.s. bækur, greinar, myndir og efni á tölvutæku formi. Almenn skylda er að vísa í heimildir. Kennurum er heimilt að beita viðurlögum ef upp kemst um ritstuld, nemandi er áminntur og fær einkunnina 0.

  Allt námsefni sem kennarar Keilis gefa út er eign Keilis og er nemendum óheimilt að dreifa því eða misnota á annan hátt.

 • 6 Siðareglur Keilis

  Keilir er samfélag nemenda, kennara og annars starfsfólks. Í slíku samfélagi ber öllum skylda til að taka siðferðislega ábyrgð á störfum sínum. Hver og einn ber að sýna virðingu, heiðarleika, sanngirni og jafnrétti í hegðan sinni, námi og störfum. Siðareglur Keilis má nálgast hér.

 • 7 Viðurlög

  Almenn viðurlög við ritstuldi, broti á siðarreglum og öðrum meginreglum skólans eru eftirfarandi:

  • Fyrsta brot: Forstöðumaður/deildarstjóri ræðir við nemandann og honum gefinn kostur á að koma með sína hlið á málinu. Ef um brot er að ræða er nemandanum veitt áminning.
  • Annað brot: Við annað brot vísar forstöðumaður/deildarstjóri málinu til kennslunefndar sem víkur nemandanum úr skóla. Kennslunefnd afhendir nemanda skriflega brottvísun. 

  Í undantekningartilvikum áskilur skólinn sér rétt til að vísa nemanda úr námi fyrirvaralaust.

 • 8 Úrsögn úr áfanga

  Nemendur skrá sig úr áfanga með því að fara inn á Innu og smella á flipann úrsögn úr áfanga. Skráning úr áfanga þarf að berast eigi síðar en 10 dögum eftir að áfangi hefst. Ef nemandi sinnir ekki áfanganum og skráir sig ekki úr honum á tilskildum tíma birtist áfanginn sem fall á INNU.

   

 • 9 Betri stofan

  Í Betri stofu Keilis geta nemendur og starfsfólk komið saman á notalegum stað – lært og unnið. Þar geta nemendur og starfsfólk fengið alhliða tölvuþjónustu, aðstoð með rafrænar heimildaleitir og lánaðar bækur, tengdum fögum sem kennd eru í Keili.

  Nemendur geta einnig nýtt safnakost Bókasafns Reykjanesbæjar. Bókasafnskírteini kostar kr. 1.800 og gildir í eitt ár frá útgáfu. Þar geta nemendur fengið aðstoð við heimildaleit og safnkennslu ef þeir vilja án gjalds. 

 • 10 Náms- og starfsráðgjöf

  Meginhlutverk náms- og starfsráðgjafar er að veita nemendum margvíslegan stuðning í námi og er markmið hennar að stuðla að aukinni vellíðan og árangri nemenda.

  • 10.1 Helstu viðfangsefni ráðgjafar

   • Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni
   • Upplýsingagjöf um námsleiðir og störf til núverandi og verðandi nemenda skólans
   • Ráðgjöf og úrræði vegna sértækra námsörðugleika
   • Að veita nemendum persónulega ráðgjöf
   • Starfsráðgjöf og ráðgjöf um gerð atvinnuumsókna
   • Að efla sjálfsþekkingu nemenda með viðtölum og verkefnum

   Fátt mannlegt er náms- og starfsráðgjafanum óviðkomandi. Hann ber virðingu fyrir þér sem persónu og hlustar af athygli. Hann segir þér ekki hvað þú átt að gera en aðstoðar þig við að finna þínar leiðir úr vandanum.

  • 10.2 Námskeið

   Ýmis styttri og lengri námskeið um ofangreind efni eru í boði, auglýst sérstaklega hverju sinni. Gefið ykkur tíma til að sækja námskeið til að skerpa á námstækninni og auka þannig afköst og árangur, það er fljótt að skila sér.

  • 10.3 Úrræði í námi vegna sértækra námsörðugleika

   Náms-og starfsráðgjöf skólans hefur yfirumsjón með sérúrræðum og skal nemandi sem óskar eftir slíku gefa sig fram við námsráðgjafa. Vegna allra sérúrræða skal nemandi skila inn greiningu eða vottorði frá þar til bærum aðila. Ef um sérúrræði á námstíma er að ræða, þarf að skila viðeigandi gögnum strax í fyrstu kennsluviku. Ef um sérúrræði í prófum er að ræða skal skila í síðasta lagi mánuði fyrir próf svo hægt sé að útbúa samning um úrræði. Sé gögnum skilað eftir þennan tíma er ekki öruggt að náist að ganga frá sérúrræðum. Því er áríðandi að nemendur virði þessi tímamörk. 
  • 10.4 Viðtalstímar

   Bókaðir viðtalstímar eru mánudaga til fimmtudaga kl. 13:00 - 15:00. Opnir viðtalstímar eru alla virka daga nema fimmtudaga kl. 9:30 - 11:30.

   Í opna viðtalstíma þurfa nemendur ekki að bóka sig fyrirfram, bara mæta og ef hurðin er opin er ráðgjafinn laus. Tímapantanir í lokaða viðtalstíma er á skrifstofu skólans í síma 578 4000 og einnig er hægt að senda tölvupóst á ráðgjafa til að fá tíma.

 • 11 Próf

  • Einingaverð

   Einshreyfils sjónflugsflugvél – (DA20, Tecnam P2002-JF,  C152) ISK 24.900 
   Einshreyfils sjón-/blindflugsflugvél – (DA40) ISK 31.900 
   Fjölhreyfla sjón-/blindflugsflugvél – (PA44, DA42) ISK 68.500 
   Flughermir – Diamond DSIM og ALSIM (ALX MEP útgáfa) ISK 20.700 
   Flughermir – ALSIM ALS (MJET útgáfa) ISK 23.700 
      
   ICAO Enskumat ISK 22.000
      
   Bakgrunnsskoðun fyrir flugvallaraðgengi ISK 20.175
   Forskoðun/Screening fyrir nám ISK 39.000
      
   Endurþjálfun ATPL - Oxford CBT eingöngu ISK 100.000
   Endurþjálfun ATPL - Oxford CBT og nýjustu rafbækur ISK 200.000
      
   Upptökupróf bóklegra greina skólans - hvert fag ISK 14.000
      
   Upprifjunarnámskeið flugkennara ISK 25.000
      
   Kynnisflug (C152, C172, DA20, Tecnam P2002-JF) ISK 9.500
   Kynnisflug (DA40) ISK 18.990
  • 11.1 Skráning og greiðslur fyrir sjúkra- og endurtektarpróf

   Til að nemendi eigi kost á að taka sjúkra- og endurtektarpróf verður hann að skrá sig á heimasíðu Keilis í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir prófið. Ef um er að ræða veikindi skal nemandi setja vottorð í viðhengi. Ef um upptökupróf er að ræða skal nemandi greiða samkvæmt verðskrá. Aðeins er gert ráð fyrir skráðum nemendum í prófin.

  • 11.2 Prófareglur Keilis

   • Prófstofu er  lokað um leið og uppgefinn próftími hefst. Nemendur skulu vera mættir í prófstofu a.m.k. 5 mínútum áður.
   • Á prófborði eiga einungis að vera prófgögn, skilríki og leyfileg hjálpargögn samkvæmt fyrirmælum hverju sinni. Pennaveski skal geyma undir prófborði.
   • Óheimilt er með öllu að hafa samband við aðra nemendur eða óviðkomandi aðila á próftíma og skal nemandi hafa slökkt á öllum samskiptatækjum á meðan á prófi stendur.
   • Slökkt skal vera á GSM símum og þeim skal skilað á tiltekinn stað ásamt yfirhöfnum og töskum.
   • Hafi nemandi af misgáningi tekið með sér óleyfileg gögn ber honum strax að afhenda þau prófyfirsetufólki.
   • Nemendur skulu hafa með sér gild skilríki með mynd og hafa þau aðgengileg fyrir prófyfirsetufólk á meðan á prófi stendur.
   • Óheimilt er að yfirgefa prófstofu fyrstu klukkustundina í prófum sem eru lengri en 2 klst.
   • Óheimilt er með öllu að yfirgefa prófstofu (á líka við um salernisferðir) og koma inn aftur í prófum sem eru tvær klukkustundir eða styttri. Þurfi nemandi af einhverjum gildum ástæðum undanþágu frá þessari reglu skal hann vera í sambandi við námsráðgjafa a.m.k. 24 klst. fyrir próf.
   • Nemandi skal skila öllum prófgögnum að prófi loknu, þar með talið rissblöðum, prófbókum og prófinu sjálfu.
   • Ef nemandi lýkur prófi áður en próftíma lýkur skal hann rétta upp hönd og láta yfirsetu vita, skila úrlausn og fara hljóðlega út.
   • Nemandi skal merkja prófblöð vel með nafni, kennitölu og dagsetningu.
   • Öllum frágangi á prófúrlausn skal vera lokið innan próftímans.
   • Tóbaksneysla er ekki leyfileg á meðan á próftíma stendur og passa skal upp á að neysla matvæla valdi ekki truflun í prófstofu t.d. vegna lyktar, ofnæmis, hávaða o.fl.
   • Athugið að brot á prófreglum getur varðað vísun frá prófi eða úr námskeiði eftir atvikum, svo og viðurlög, skv. gildandi lögum og reglum Keilis.
  • 11.3 Próf tekin á tölvu

   • Ef próf er tekið á tölvu þarf nemandi að vista prófið í tölvuna sína undir eigin nafni, með því að fara í „save target as“ og vista það í ákveðna möppu.
   • Skila skal tölvuprófum á skilahólf í moodle og einnig skal senda afrit á prof@keilir.net . Lendi nemandi í vandræðum með að skila prófi skal hann láta yfirsetu vita þannig að hægt sé að kalla til tölvumann til að leysa úr vandanum.
   • Ef nemandi lýkur prófi áður en próftíma lýkur í tölvuprófum ber honum að skilja tölvuna eftir í prófstofu og sækja hana þegar próftími er liðinn.
   • Nemandi skal ávallt koma við hjá tölvuþjónustunni og staðfesta skil á prófi sínu áður en hann yfirgefur próftökustað.
  • 11.4 Kæruréttur nemenda

   Komi upp ágreiningur um námsmat á prófi á nemandi kærurétt varðandi námsmatið með ákveðnum skilyrðum þó og á þá rétt á að fá prófdæmingu óháðs prófdómara sem sker úr um ágreining um námsmat.

   Prófsýning er staður og stund fyrir afgreiðslu slíkra mála. Þá getur nemandi fengið að skoða prófúrlausn og einkunn og farið yfir málin ásamt kennara í viðkomandi fagi. Ef nemandi hefur hug á að kæra námsmat á prófi á hann rétt á að fá ljósrit af prófúrlausn sinni, því prófúrlausn skal vera stöðugt í vörslu kennara eða annarra starfsmanna skólans uns prófdómari tekur við henni.

   Kæra nemanda skal vera skrifleg með rökstuðningi um ágreiningsefni og berast kennslustjóra innan 48 klst. frá því að nemanda var birt einkunn og/eða hann átti þess kost að skoða prófúrlausn á prófsýningu. Sé einkunn yfir 5, skal þessi rökstuðningur fela í sér alvarlegar aðfinnslur eða ásakanir.

   Prófdæming snertir einungis þau atriði sem nemandi hefur rökstutt skriflega sem ágreiningsefni.

   Kennari skal eiga þess kost að skila sjálfstæðri skriflegri greinargerð um forsendur mats á kærðri úrlausn sem ásamt kæru nemanda gengur til prófdómara. Þá skal hann og skila kennslustjóra í ljósriti a.m.k. 4 úrlausnum annarra nemenda sem prófdómari fái til samanburðar.

   Ef kennari telur eftir ítrekaðar athugasemdir nemenda að annmarkar kunni að vera á prófi, ellegar ef kennari hefur þurft að sitja undir ásökunum um slíkt án þess að telja að þær eigi við rök að styðjast hefur hann þann kost að láta skjóta prófinu í dóm óháð prófdómara. Það gerir hann með því að fara fram á slíkt við kennslustjóra sem tekur að sér  framkvæmd málsins. 

 • 12 Tölvukerfi Keilis

  Tölvunet Keilis samanstendur af tölvupóstkerfi, prentkerfi, þráðlausu neti og kennslukerfi. Einnig hafa nemendur aðgang að upplýsingakerfinu Innu. Þessar leiðbeiningar fjalla stuttlega um hvernig aðgengi að þessum þjónustuliðum er háttað. Nemendur þurfa að vera með Office 2010 pakkann uppsettan á tölvum sínum. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac office 2008 uppsett á vélunum hjá sér.

  • Tölvunet

   Tölvunet Keilis samanstendur af tölvupóstkerfi, prentkerfi, þráðlausu neti og kennslukerfi. Einnig hafa nemendur aðgang að upplýsingakerfinu Innu og gjaldfrjálsan aðgang að fimm eintökum af Microsoft Office. Þessar leiðbeiningar fjalla stuttlega um hvernig aðgengi að þessum þjónustuliðum er háttað. Nemendur þurfa að vera með Office 2013 pakkann uppsettan á tölvum sínum eða nýrri útgáfu. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac office 2011 uppsett á vélunum hjá sér. 

   Skólinn er með samning við netorðabókina Snöru, sem virkar þannig að þeir sem eru á interneti Keilis (þ.e. staðsettir í húsnæði Keilis) geta nýtt sér gagnvirku netorðabókina Snara.is sér að kostnaðarlausu. Þeir nemendur sem þurfa aðgang heim skrá sig inn á Snöru með sömu innskráningarþjónustu og notuð er fyrir vefpóst skólans og geta opnað fyrir ársaðgang heim fyrir 990 kr. (fullt verð er 5.443 kr.)

  • 12.1 Tölvupóstur

   Tölvupóstur nemenda í Keili er aðgengilegur af heimasíðu skólans, valmynd efst uppi, með því að smella á Vefpóstur eða með að smella hér.

   Notandanafnið ykkar fáið þið afhent við upphaf skólans og þar kemur einnig fram lykilorðið. Það notið þið til að skrá ykkur inn á tölvupóstinn ykkar. Mjög mikilvægt er að fylgjast a.m.k. einu sinni á dag  með tölvupóstinum því skólinn notar það netfang til að koma til ykkar upplýsingum, einnig fara mikilvægar upplýsingar úr kennslukerfi sjálfvirkt í tölvupóstinn ykkar.

   Netfang ykkar er notandanafnið að viðbættu@keilir.net en það kemur fram í gögnunum sem þið fáið afhent í upphafi skólaárs. 

  • 12.2 Þráðlaust net

   Í öllum byggingum Keilis er þráðlaust net. Það er opið og ekki þarf innskráningarlykil til að tengjast því. Netið hefur nafnið KEILIR-Nemendur. Athugið að ekki er leyfilegt að nota netið í skólanum til að sækja höfundaréttavarið efni en nemendur er þó hvattir til þess að nýta sér netið ríkulega til upplýsingaöflunar og þess sem nýtist nemendum við nám.

  • 12.3 Inna

   Nemendur komast í Innu annað hvort af heimasíðu skólans (sjá hér að ofan) eða með því að fara á slóðina www.inna.is/Nemendur. Notið þar Íslykilinn ykkar til að skrá ykkur inn. Ef þið hafið ekki Íslykil þá getið þið sótt um hann á slóðinni http://island.is/islykill.

  • 12.4 Kennslukerfið

   Kennslukerfi Keilis heitir Moodle. Í það má komast af heimasíðu Keilis úr valmyndinni hægra megin. Einnig er hægt að fara beint í kennslukerfið hér.

   Innritað er í kennslukerfið hægra megin á síðunni. Notið sama notandanafn og lykilorð og notað er í vefpóstinn og Innu.

   Microsoft Teams er einnig mikið notað við kennslu. Það er notað fyrir fjarfundi á vinnuhelgum, hópavinnu nemenda og önnur samskipti hvort sem er milli nemenda, við kennara eða fyrir allan hópinn í viðkomandi fagi.

   • Kennslukerfið Moodle

    Kennslukerfi Keilis heitir Moodle. Það má komast af heimasíðu Keilis úr valmyndinni efst á síðu. Einnig er hægt að fara beint í kennslukerfið með https://www.keilir.net/is/moya/page/kennslukerfi. Best er að nota keilisnetfangið við nýskráningu á skráningasíðunni og nemendur velja sér svo sitt eigið notendanafn og lykilorð. 

    Þegar nemandi hefur nýskráð sig í kennslukerfið, er næsta skref er að innrita sig í rétta áfanga. Það er gert í samráði við kennara þar sem allir áfangar eru læstir með skráningarlykli. Eftir að nemandi hefur skráð sig inn í kennslukerfið þá velur viðkomandi rétta braut/deild og velur þann áfanga sem ætlunin er að skrá sig í. Þá biður kennslukerfið um skráningarlykil - sem kennarinn sendir sínum nemendum upplýsingar um í upphafi hvers námskeiðs. 

    Microsoft Teams er einnig mikið notað við kennslu. Það er notað fyrir fjarfundi á vinnuhelgum, hópavinnu nemenda og önnur samskipti hvort sem er milli nemenda, við kennara eða fyrir allan hópinn í viðkomandi fagi. Microsoft Teams er hluti af Office pakkanum sem allir fá aðgang að með keilisnetfanginu. 

  • 12.5 Innritun í áfanga

   Nú ert þú innskráð(ur) í kennslukerfið, næsta skref er að innrita þig í þína áfanga. Það er gert í samráði með kennara þar sem allir áfangar eru læstir með kóða. En eftir að þú hefur skráð þig inn í kennslukerfið þá velur þú þína braut/deild og velur þann áfanga sem þú ætlar að skrá þig í. Þá biður kennslukerfið þig um skráningarlykil - sem kennarinn lætur þig hafa í upphafi námskeiðs. 

  • 12.6 Prentkerfið

   Til að nota prentkerfið þá þarf að sækja aðgangslykil hjá þjónustufulltrúa. Það þarf að greiða 3.000 krónur fyrir aðgangslykilinn.

   Nokkrar tölvur eru í prentherbergi og stuttu eftir að þið hafið fengið lykilinn þá getið þið notað þær til að prenta út. Innskráning á tölvurnar eru með fyrri hluta tölvupóstfangsins sem aðgangsnafn (t.d. rj2@keilir.net væri þá rj2) og lykilorðið er 123 - eftir þið hafið prentað út úr tölvunni (frá USB kubbi eða af netinu svo sem vefpósti) þá berið þið kubbinn upp að lyklaborði prentarans og veljið F1 Print.

   Þegar prentarinn er notaður, reynið að prenta eins mikið og hægt er á báðar hliðar „two side printing“ enda sparast inneign ykkar með því.

   Hjá Keili er lögð áhersla á umhverfisvernd, öllum pappír er skilað til endurvinnslu ásamt dósum og flöskum. Til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum og skili blöðum og dósum í þar til gerð ílát.

   Stór þáttur í umhverfisvernd felst í því að takmarka notkun á pappír eins og mögulegt er. Það biðjum við nemendur að hafa í huga í hvert skipti sem prentað er út. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig takmarka má pappírsnotkun með einföldum hætti:

   • Prentum og ljósritum báðum megin á blöðin, sé þess kostur. Það má gera með því að velja einfalda aðgerð þegar prentskipun er valin í tölvunni,
   • Veljið prentun og í valglugganum er hakað við „print on both sides“.
   • Fleiri leiðir eru til þess að spara pappír, mjög góð regla er að setja alltaf blaðsíðutal á glósur og stærri bunka sem prenta á út.
   • Einnig er hægt að minnka spássíðu, línubil og stafi.
   • Notum bakhliðar og misheppnaðar útprentanir fyrir uppköst og rissblöð.
   • Þegar glærur eru prentaðar út eru tveir möguleikar til þess að spara pappír: Annarsvegar að velja handouts í flettilistanum og haka við 3 slides per page, þá koma glærurnar með línum til hliðar til þess að skrifa á glósur; Hinsvegar að velja handouts og 6 eða 9 slides per page.
   • Prentkerfi

    Til að nota prentkerfið þá þarf að sækja aðgangskubb hjá þjónustufulltrúa á aðalskrifstofu skólans. Aðgangskubburinn er einnig notaður til að komast inn í skólann. Það þarf að greiða 3.500 krónur fyrir aðgangskubb. Þegar prentað er þá þarf að skrá sig inn á tölvu í prentherbergi velja það sem á að prenta og senda það á prentarann. Næst er farið að prentaranum og aðgangskubbnum er strokið við talnaborðið við prentarann og valið "Print".

    Þegar prentarinn er notaður, reynið að prenta eins mikið og hægt er á báðar hliðar "two side printing" enda sparast inneign ykkar með því.
  • 12.7 Orðabók

   Nemendur sem eru inn á interneti Keilis geta nýtt sér gagnvirku orðabókina Snara.is

    sér að kostnaðarlausu.

    

    

 • 13 Moodle (kennslu- samskiptaforrit)

  Öll námsgögn og samskipti milli kennara og nemenda fara fram í kennslu- og samskiptaforritinu Moodle.  Mikilvægt er að nemendur fari reglulega inn á Moodle til að fylgjast með hverjum áfanga fyrir sig.  

  Brýnt er að nemendur fylgist með tölvupósti daglega, en allar upplýsingar frá skólanum og milli nemenda eru sendar í tölvupósti á netfang nemandans hjá Keili.

  Algengt er að próf hjá Keili séu tekin á tölvum í gegnum kennsluforritið Moodle. Ef ætlast er til að prófið sé vistað í skilahólf í  Moodle þarf að vista þau á viðkomandi tölvum með því að fara í „save target as“ og vista það undir nafni  í ákveðinni möppu.  Þegar nemandi hefur lokið við prófaúrlausnina þarf að vista prófið í sérstakt skilahólf á Moodle.  Kennari getur líka lagt fyrir annarskonar Moodle próf.  Þá þarf ekki að gera „save target as“ heldur að taka prófið beint á Moodle en muna að vista reglulega neðst í skjalinu.  Undir öllum kringumstæðum er afar brýnt að vista reglulega. Í fyrstu kennsluviku er farið ítarlega yfir virkni Moodle.

 • 14 Réttur nemenda

  Ef nemendur eru ekki sáttir við ákvörðun skólans eða telja að brotið hafi verið á rétti sínum sem nemanda er gott að byrja á að  leita ráða hjá náms- og starfsráðgjöfum sem sinna hagsmunagæslu þeirra.

  Nemendur geta lagt fram formlega kvörtun með því að senda tölvupóst á viðkomandi deildarstjóra. Deildarstjóri tekur við málinu og skoðar málsatvik og birtir úrskurð innan tíu virkra daga frá því að honum barst erindið.

  Sé nemandi ekki sáttur við úrskurð deildarstjóra getur hann kært úrskurðinn til kennslunefndar, sem er skipuð þremur óháðum starfsmönnum innan Keilis og einum nemanda ef það á við. Nefndin er skipuð sérstaklega fyrir hvert einstakt mál. Kennslustjóri tekur við málum sem óskað er eftir að kennslunefnd taki fyrir.