Upplýsingar fyrir nemendur
Hérna er hægt að nálgast almennar upplýsingar fyrir nemendur Keilis. Nánari upplýsingar einstakra námsbrauta, stundaskrár, kennslufyrirkomulag og prófatöflur, er hægt að nálgast á síðum hvers skóla fyrir sig. Þá má finna upplýsingar um aðstöðu og nemendaíbúðir.
Aðstaða og byggingar
Flest öll kennsla hjá Keili fer fram að Grænásbraut 910 á Ásbrú. Húsnæðið miðar við að skapa nemendum gott vinnuumhverfi og góða aðstöðu til að sinna námi sínu.
Fyrstu skrefin í Keili
Við tökum vel á móti nýnemum og aðstoðum ykkur við upphaf námsins. Hægt er að nálgast helstu upplýsingar nám í Keili á vefnum, en þú getur einnig haft samband við okkur ef þú hefur spurningar.
Keilisgarðar - Nemendaíbúðir Keilis
Húsnæðissvið býður nemendum Keilis að leigja hagkvæmar tveggja herbergja íbúðir á Keilisgörðum. Íbúðirnar eru staðsettar á Keilisbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ og í göngufæri frá aðalbyggingu skólans.
Kennsluáætlun og stundatöflur
Upplýsingar einstakra námsbrauta, stundaskrár, kennslufyrirkomulag og prófatöflur, er hægt að nálgast á síðum hvers skóla fyrir sig.
Samfélagið og samgöngur
Þjónusta á Ásbrú hefur aukist jafnt og þétt og má segja að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því starfsemi hófst aftur á svæðinu hafi þjónustustigið hækkað ótrúlega hratt.
Þjónusta
Keilir kappkostar að veita nemendum skólans persónulega og faglega þjónustu, þannig að námstíminn þinn verði bæði gagnlegur og ánægjulegur.