Umsagnir nemenda Keilis

Hér má lesa umsagnir nemenda úr deildum Keilis

 • Þorbjörg Guðmundsdóttir - Fjarnám Háskólabrúar

  Þorbjörg Guðmundsdóttir útskrifaðist úr fjarnámi Háskólabrúar Keilis veturinn 2016.

  Þorbjörg segir að dvölin í Keili hafi verið stórkostlegt ævintýri. „Hér er ótrúlegt starfsfólk, kennarar og námsráðgjafar sem halda ótrúlega vel utan um mann. Ég eignaðist marga vini í Keili, vinátta sem er fyrir lífstíð. Ég trúði því í raun ekki að ég ætti eftir að fara aftur í nám. Mig langði mikið, en ég trúði því bara eiginlega ekki að ég gæti það. En ég hafði rangt fyrir mér - hér fann ég sjálfstraustið til þess að takast á við námið.“

  Myndband: „Hér er ótrúlegt starfsfólk“

 • Bergrún Helgadóttir - Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

  Bergrún lauk leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University árið 2015.

  „Ég starfa sem leiðsögumaður fyrir Midgard Adventure á Hvolsvelli, starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Ég keyri jeppa, geng á jökla og hjóla svo fátt eitt sé nefnt. Besta við vinnuna mína er að fá að kynnast svona mörgum og sýna fólki ótrúlega landið okkar. Námið opnaði margar dyr fyrir mér.“

 • Sigga Lilja Gunnarsdóttir - ÍAK einkaþjálfari

  Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á almennri heilsu og hreyfingu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit um er að hreyfa mig og ég veit fátt betra en að gleyma mér á góðri æfingu. Þó svo að það sé frábært að sjá árangur líkamlega og bætingar í æfingum þá hefur hreyfing ekki síður áhrif á mig andlega. Þetta er eitthvað sem ég get ekki slept í daglegri rútínu.

  Ég útskifaðist sumarið 2018 úr ÍAK einkaþjálfarnáminu hjá Keili. Mér fannst námið mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það sem ég lærði í náminu hefur hjálpað mér alveg helling í starfi sem einkaþjálfari og nýtist mér bæði við þjálfun annarra og í minni eigin þjálfun. Ég hugsa mikið um góða líkamsstöðu í æfingunum og í daglegu lífi. Kúnnar fá frá mér spurningalista þar sem ég skoða sögu einstaklings, markmið, meiðsli, styrkleika og veikleika svo eitthvað sé nefnt sem nýtist mér svo í gerð minni á prógrömmum til þess að hámarka árangur viðkomandi. Ég skoða líkamsstöðu og geri hreyfigreiningar í einkaþjálfun þegar ég ákveð hvað ég vil leggja áherslu á í æfingum. Faglegt og skemmtilegt nám hjá ÍAK kenndi mér mjög mikið sem skilar sér núna til viðskiptavina minna. 

  Hægt og rólega hef ég verið að koma mér af stað við að vinna sem einkaþjálfari. Þetta er heilmikil vinna með uppeldi þriggja stelpna ásamt eiginmanni mínum. Ég er að vinna sem einkaþjálfari hjá Reebok fitness. Ég er með fólk bæði í einkaþjálfun og fjarþjálfun. Mig langar til þess að hjálpa fólki að koma hreyfingu inn í sitt daglega líf, þannig að fólk hafi gaman af, finni fyrir jákvæðum breytingum með bættri heilsu og það verði hluti af lífinu. Ég hlakka til framtíðarinnar og langar að bæta ennfrekar við þekkingu mína í heilsufræðum.

 • Eyrún Linda Gunnarsdóttir - Fótaaðgerðafræði

  Eyrun Linda útskrifaðist sem fótaaðgerðafræðingur 18. janúar 2019. Námið hjá Keili gerði henni kleift að elta drauma sína um að gerast sjálfstætt starfandi aðili með sinn eigin rekstur. Hér fyrir neðan má sjá hvað Eyrún hefur að segja um fótaaðgerðafræðinám Keilis.

  „Draumur minn hefur alltaf verið að gerast sjálfstætt starfandi aðili með eigin rekstur. Fótaaðgerðafræði er heilbrigðisfag sem höfðar til mín og gerir mér kleift að elta drauma mína. Ég er við þann mundinn að opna mína eigin stofu í Grafarvogi þar sem ég mun starfa við hliðina á öðrum fótaaðgerðafræðingi. Starfsstéttin er náin og ríkir góður andi þar.“

  Námsfyrirkomulagið hentaði mér vel

  Ég bý í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldu minni, því hefur vendinám hentað afar vel til að geta unnið samhliða námi. Námið er krefjandi en jafnframt spennandi og fræðandi  auk þess sem það passaði vel við mig og mitt áhugasvið. Tíminn leið hratt, ég eignaðist frábærar vinkonur og kynntist æðislegum kennurum og starfsfólki sem eru fagleg og stuðningsrík. Ávalt var unnið að lausnum ef vandamál báru að eins og tungumála örðugleikar eða vöntun á upplýsingum. 

  Þó að skólagöngu sé lokið í þessu fagi þá er hægt að bæta í reynslubankann og sækja námskeið til að auka á færni sem eykur á fjölbreytni starfsins. Ég mæli eindregið með námi í fótaaðgerðafræði hjá Keili. 

 • Ninni Thisner - Atvinnuflugnám

  From the moment I started my flight training, I felt like a part of a family. Everybody at Keilir Aviation Academy make everyone feel welcome, they help you create high ambitious goals and most importantly help you achieve them.

  A better surrounding for study is hard to find, and I will be forever grateful for everything they gave me.

 • Sigrún Elísabeth Arnardóttir - Fjarnám Háskólabrúar

  Sigrún Elísabeth Arnardóttir er tíu barna móðir og býr á Eyjanesi í Hrútafirði. Hún lauk Háskólabrú í fjarnámi árið 2014.

  „Ég var búin að gefa upp alla von að fara í nám. Að hafa fengið þetta tækifæri í Keili að læra að læra hefur fleytt manni ótrúlega áfram.“ Að námi loknu nám tók hún grunnnám í sálfræði í fjarnámi Háskólans á Akureyri og framhaldsnám í Háskóla Íslands.

  Myndband: „Ég var búin að gefa upp alla von að fara í nám“

 • Tinna María Halldórsdóttir - Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

  Tinna kláraði leiðsögunám í ævintýraferðamennsku árið 2015. Hún starfar nú hjá Icelandic Mountain Guides.

  „Áður en ég byrjaði í skólanum var ég búin að vara í hjálpasveit í rúm sjö ár þar sem ég fékk mest allan áhuga á útivist ásamt því að hafa verið í skátum frá átta ára aldri. Sumarið áður en ég byrjað í Keili fékk ég vinnu hjá Icelandic Mountain Guides og var þá aðlega bara í stuttu ferðunum sem eru 2-4 tímar á jökli. 

  Í dag er ég enn hjá þeim og er miklu meira í dagsferðum sem byrja og enda í bænum. Þar sé ég til dæmis um ísklifur, hellaferðir, norðurljósaferðir og meira.“

 • Bjarki Rúnar Sigurðsson - ÍAK styrktarþjálfari

  ÍAK styrktarþjálfarinn er klárlega skemmtilegasta nám sem ég hef farið í en þar fékk ég kennslu frá mörgum virkilega góðum kennurum sem hafa góða reynslu og hæfni á sínu sviði. Reynslu sem hefur nýst mér virkilega mikið í minni þjálfun hvort sem það er í almennri líkamlegri þjálfun eða þegar ég vinn með íþróttafólki.

  Eftir að ég kláraði ÍAK námið hafa margar dyr opnast fyrir mér en ég hef meðal annars fengið að vinna sem styrktarþjálfari hjá KKÍ í U-20 kvenna og A-landsliðs kvenna. Einnig sé ég um styrktarþjálfun hjá meistaraflokki kvenna í körfu hjá Haukum ásamt nokkrum yngri flokkum, auk afreksskóla- og afreksviðs Hauka.

 • Fida Muhammed Abu Libdeh - Staðnám Háskólabrúar

  Fida lauk námi á Háskólabrú 2008 auk tæknifræðináms á vegum Háskóla Íslands og Keilis 2012.

  Fida Muhammed Abu Libdeh hóf nám í Háskólabrú á fyrsta starfsári Keilis árið 2007. Þar á eftir kláraði hún BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili sumarið 2012. Nú rekur hún, ásamt samnemanda úr tæknifræðinámi Keilis, sprotafyrirtækið GeoSilica Iceland sem vinnur kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum. 

  Fida er frábært dæmi um manneskju sem nýtti sér til fullnustu nýtt tækifæri til náms og þá möguleika sem henni stóðu til boða.

  Myndband: „Keilir byggði á styrkleikum mínum en ekki veikleikum“

 • Pétur Kári Olsen - Staðnám Háskólabrúar

  Pétur Kári Olsen lauk námi í Háskólabrú Keilis árið 2016. 

  Um leið og ég gekk inn í Keili þá fann ég þessa tilfinningu að hér ætti ég að vera. Það var einstakt andrúmsloft í Keili, og þar eru einstakir kennarar með mikinn metnað. Ég minnist þess sérstaklega að í náminu þá héldust allir í hendur og studdu við bakið hverjir á öðrum. Við vorum eins og ein stór fjölskylda og ég sakna samnenenda minna í dag af því að námstíminn í Keili var einn skemmtilegasti tími lífs míns. Alveg einstaklega skemmtilegt ferðalag.

  Myndband: „Það var einstakt andrúmsloft í Keili“

 • Ragnar Magnússon - Atvinnuflugnám

  I was one of the first to graduate as a commercial pilot from Keilir Aviation Academy.  My experience with Keilir Aviation Academy was outstanding and I can highly recommend it. The modern fleet, experienced instructors and motivated atmosphere are only a few examples of the many benefits which have helped me in my career.

  After graduation, I flew the Boeing 737 for a few years and today I fly the Boeing 757 and 767 for Icelandair.

 • Gisli Steinar Sverrisson - ÍAK einkaþjálfari

  Ég starfa sem einkaþjálfari og námskeiðakennari hjá Hress Heilsurækt í Hafnafirði.

  ÍAK námið náði að uppfylla allar mínar kröfur og var það ótrúlega skemtilegt að hafa fengið að vera partur af þessu flotta námi. Allir kennararnir voru mjög faglegir og aldrei var leiðinleg stund í tímum heldur voru alltaf krefjandi verkefni sem biðu okkar og maður vildi ólmur leysa.

  Námið náði að opna dyr fyrir mig í þjálfunarbransanum og nú er ég að þjálfa fólk og reyna að smita það af jákvæðni og áhuga um að koma hreyfingu inn í sýna daglegu rútínu og viðhalda henni eins lengi og hægt er.

   
 • Margrét Kristín Pálsdóttir - Staðnám Háskólabrúar

  Margrét útskrifaðist af Háskólabrú árið 2008.

  „Ég var í hópi fyrsta útskriftarárgangs Háskólabrúar Keilis 2008, þar sem lagður var ómetanlegur grunnur að frekari námi. Námið var í senn krefjandi og skemmtilegt og upp úr stóð það frábæra fólk sem við skólann starfaði sem og samnemendur mínir er margir hverjir teljast til minna bestu vina í dag.

  Eftir útskrift frá Keili lá leið mín í Háskólann í Reykjavík að nema lögfræði, þar sem ég kláraði BA-gráðu 2011 og ML-gráðu 2013. Fyrir og eftir útskrift hef ég starfað hjá innanríkisráðuneytinu sem lögfræðingur á sviði lögreglumála og í málefnum landamæra.“

   

 • Guðmundur Fannar Markússon - Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

  Guðmundur Fannar Markússon (Mummi) útskrifaðist úr Leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku 2014.

  „Ári eftir að ég kláraði leiðsögunámið í ævintýraferðamennsku hjá Keili stofnaði ég ásamt unnustu minni, fyrirtækið Kind Adventure. Á sama tíma og við stofnum fyrirtækið erum við einnig að taka við búskap rétt austan við Kirkjubæjarklaustur sem telur um 350 ær. Okkar aðalástríða er fjallahjólamennska og því eru ferðirnar okkar að mestu leyti með fjallahjólaívafi en þó þannig að það henti breiðum hópi. Í fyrra (2016) ákváðum við að skipta hjólunum alfarið yfir í svokölluð Fatbike, en með þeim opnast ný tækifæri í vetrarhjólamennsku. 

  Við bjóðum upp á allt frá stuttum tveggja tíma hjólaferðum í nágrenni Klausturs upp í dagsferðir þar sem farið er í hellaskoðun og hjólað, og síðast en ekki síst tveggja daga hjólaferð um Lakasvæðið þar sem gist er í eina nótt í notalegum fjallaskála. Þessar ferðir eru ævintýri líkast enda hefur svæðið hér í nágrenni Kirkjubæjarklausturs endalaust af fallegri náttúru og möguleikum til útivistar.“

 • Víðir Pétursson - Fjarnám Háskólabrúar

  Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016.

  Víðir hafði rekið fyrirtæki í 20 ár þegar hann langaði til að breyta til. „Mig langaði að bæta við mig í námi fara úr viðskiptahlutanum og meira yfir í tækni og þurfti því betri aðgang að háskóla og þá varð Keilir fyrir valinu. Námsaðferðirnar hér henta mér mjög vel, þetta vendinám er alger snilld og það að geta stjórnað náminu sínu alveg sjálfur og verið síðan í verkefnavinnu með kennurum, það er rétta leiðin. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“

  Myndband: „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið“

 • Gunnar Stefán Pétursson - ÍAK einka- og styrktarþjálfari

  ÍAK námið hjálpaði mér gríðarlega mikið. Ég er bæði með réttindi sem ÍAK einkaþjálfari og Styrktarþjálfari. Allt frá því að ég kláraði námið 2016 (einkaþjálfarann) þá fóru hlutirnir af stað hjá mér. Hef unnið frá því 2017 í 100% starfi sem Einkaþjálfari og er aðeins rétt að byrja og hefur verið nóg að gera hjá mér frá því ég byrjaði að þjálfa. Ég er núna þjálfari í World Class í fullu starfi og margt úr náminu nýtist mér enn þann daginn í dag.

  Styrktarþjálfarinn (útskrift 2018) hjálpaði mér að bæta við mig ýmsum tækniatriðum og að læra á mun ýtarlegri hluti hvað varðar styrkingu á íþróttarfólki, einnig hvernig uppsetning á prógrömum, næringu og fleira.

  Einkaþjálfaranámið hefur sérstaklega mikið nýst mér við greiningu á fólki og hef ég náð að blanda hvoru tveggja vel saman til að gera mína þjálfun en betri.

  Það sem reyndist mér einnig frábærlega í náminu var að hvernig ég ætti að koma mér á framfæri og að verðsetja mig eitthvað sem mörgum öðrum þjálfurum stundum skortir og mæta á markaðinn og halda að undirbjóða alla sé að fara virka, þessir aðilar endast ekki lengi sem þjálfarar, að hafa fengið fagaðila til að fara yfir ýmsa hluti hvað varðar bókhald, markaðsettningu og fleira reyndist mér dýrmætt í náminu eins og flest allt annað sem komið var inn á í öðrum fögum.

  Virkilega frábærir kennarar, starfsólk og aðrir sem koma að þessu námi til að útskrifa alltaf flottari einstaklinga út úr því á hverju ári.

  Ég myndi allan daginn ganga í gegnum skólann aftur ef það væri eitthvað sem gæti aukið þekkingu mína enn meira. Námið hefur breyst frá því ég kláraði og er það vottað sem ég mun sækja mér þegar að því kemur. Og er ég sem þjálfari aldrei næginlega mikið menntaður og þarf alltaf að vera að auka þekkingu mína með námskeiðum og öðru tengdu þjálfun.

 • Páll Valur Björnsson - Staðnám Háskólabrúar

  Páll Valur var í fyrsta nemendahóp Háskólabrúar Keilis og lauk námi árið 2008.

  „Ég var 45 ára og átti mér þann draum að fara í nám. Ég stökk á tækifærið þegar það bauðst hjá Keili og sé ekki eftir því. Námið breytti lífi mínu. Ég öðlaðist ofboðslega víðsýni og lærði miklu meira á lífið – lærði meðal annars að meta skoðanir annarra. Þetta var ævintýralega skemmtilegur vetur. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð og skólinn á stóran hlut í hjarta.““

  Myndband: „Ég eignaðist vini fyrir lífstíð“