Nám í tölvuleikjagerð á Vísindavöku Rannís

Menntaskólinn á Ásbrú verður með kynningu á námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð á Vísindavöku Rannís laugardaginn 28. september.

Á bás MÁ geta gestir meðal annars prófað sýndarveruleika, ásamt því að kynna sér nýstárlegt nám í leikjagerð við einn framsæknasta framhaldsskóla landsins.

Á Vísindavöku geta gestir valið áhugaverð atriði á milli þess sem þeir rölta um sýningarsvæðið, spjalla við vísindafólk og fræðast um rannsóknir þess. Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum

Upplýsingar má finna á www.visindavaka.is