Skólasetning Menntaskólans á Ásbrú

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun formlega setja fyrsta skólaár Menntaskólans á Ásbrú, mánudaginn 19. ágúst kl. 14:00.
 
Skólinn var stofnaður í ársbyrjun og býður einn íslenskra framhaldsskóla upp á nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð. Alls sóttu um eitt hundrað nemendur um skólavist á haustönn 2019 en af þeim hefja 45 nemendur nám við skólann.