Nýnemadagur í Menntaskólanum á Ásbrú

Nýnemadagur fyrir nemendur í Menntaskólanum á Ásbrú verður föstudaginn 16. ágúst, þar sem nemendur kynnast námsfyrirkomulaginu og skólaumhverfinu í Keili, auk þess að kynnast hvert öðru og kennurum skólans. 

Mæting fyrir nemendur er kl. 11:20 og einkennist dagksráin af hópefli, ásamt krefjandi og skapandi verkefnum. Við minnum á að nýnemadagurinn er einungis ætlaður  fyrir nemendur, en foreldrar fá boð um foreldrafund síðar.